Tillögu Sjálfstæðisflokksins vísað frá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 18:34 Fundur borgarstjórnar hófst í ráðhúsinu klukkan tvö í dag. Vísir/Friðrik Þór Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. Meirihlutinn vísaði til þess að eftir ætti að ræða breytinguna á opnun leikskóla í borgarráði. Frávísunartillagan var samþykkt með tólf atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins um málið segir að skerðingin sem ákveðin hafi verið af skóla- og frístundaráði varði 938 börn hið minnsta. „Auk þess snertir breytingin um 2.000 foreldra í borginni beint en fjölskyldur þessara barna munu að óbreyttu missa þjónustu sem borgin er nú þegar að bjóða upp á. Þetta þýðir skerðingu á þjónustu fyrir u.þ.b. 18% barna á leikskólum Reykjavíkurborgar og fjölskyldur þeirra,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan eins séu nú með opið til fimm á daginn. „Það er ekki ásættanlegt að stærsta sveitarfélagið, sem á að vera leiðandi, skerði þessa grunnþjónustu við fjölskyldur í borginni,“ segir ennfremur í bókuninni. Í bókun frá meirihlutanum segir að tillögu Sjálfstæðisflokksins sé vísað frá á grundvelli þess að tillagan sé nú stödd hjá borgarráði. Það til standi að framkvæma ítarlegt jafnréttismat áður en tillagan verði samþykkt. Þá verði gert ráð fyrir lengri aðlögunartíma en lagt var upp með í fyrstu. „Samhliða verði veittur aukinn aðlögunartími að breytingunum sem miða að því að minnka álag á börn og starfsfólk leikskóla og standa þannig vörð um gæði leikskólastarfs sem er á heimsmælikvarða en glímir við tímabundinn vanda vegna skorts á leikskólakennurum eftir að kennaranám var lengt í fimm ár á sínum tíma,“ segir í bókun meirihlutans. Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. Meirihlutinn vísaði til þess að eftir ætti að ræða breytinguna á opnun leikskóla í borgarráði. Frávísunartillagan var samþykkt með tólf atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins um málið segir að skerðingin sem ákveðin hafi verið af skóla- og frístundaráði varði 938 börn hið minnsta. „Auk þess snertir breytingin um 2.000 foreldra í borginni beint en fjölskyldur þessara barna munu að óbreyttu missa þjónustu sem borgin er nú þegar að bjóða upp á. Þetta þýðir skerðingu á þjónustu fyrir u.þ.b. 18% barna á leikskólum Reykjavíkurborgar og fjölskyldur þeirra,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan eins séu nú með opið til fimm á daginn. „Það er ekki ásættanlegt að stærsta sveitarfélagið, sem á að vera leiðandi, skerði þessa grunnþjónustu við fjölskyldur í borginni,“ segir ennfremur í bókuninni. Í bókun frá meirihlutanum segir að tillögu Sjálfstæðisflokksins sé vísað frá á grundvelli þess að tillagan sé nú stödd hjá borgarráði. Það til standi að framkvæma ítarlegt jafnréttismat áður en tillagan verði samþykkt. Þá verði gert ráð fyrir lengri aðlögunartíma en lagt var upp með í fyrstu. „Samhliða verði veittur aukinn aðlögunartími að breytingunum sem miða að því að minnka álag á börn og starfsfólk leikskóla og standa þannig vörð um gæði leikskólastarfs sem er á heimsmælikvarða en glímir við tímabundinn vanda vegna skorts á leikskólakennurum eftir að kennaranám var lengt í fimm ár á sínum tíma,“ segir í bókun meirihlutans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira