Innlent

Þurftu túlk vegna þjófa

Samúel Karl Ólason skrifar
Allir voru færðir á lögreglustöð þar sem unnið var úr málinu með aðstoð túlks.
Allir voru færðir á lögreglustöð þar sem unnið var úr málinu með aðstoð túlks. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafð ií gærkvöldi afskipti af sjö erlendum aðilum í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Þrír þeirra voru grunaðir um þjófnað og voru stöðvaðir í verslun þar. Samkvæmt dagbók lögreglunnar komu þá hinir fjórir inn í málið.

Allir voru færðir á lögreglustöð þar sem unnið var úr málinu með aðstoð túlks.

Að öðru leiti virðist sem að kvöldið og nóttin hafi verið tíðindalítil hjá lögreglunni. Einn bíll var þó stöðvaður í Garðabæ í gærkvöldi og er ökumaður hans grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×