„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 10:49 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra situr hér fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erfitt geti verið að greina á milli þess hvort verið sé að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem hann sat fyrir svörum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja. Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng. Vanhæfi kristallist í tveimur hlutverkum Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf fyrstu spurningu sína til ráðherra á því að vísa í áðurnefnt símtal Kristjáns Þórs til Þorsteins Más. Kristján Þór hefur við nokkur tilefni sagt frá umræddu símtali og sagði til að mynda í samtali við RÚV að henni hefði einfaldlega verið að „spyrja hvernig honum [Þorsteini Má] liði“. Kristján Þór og Þorsteinn Már hafa verið vinir um árabil og þá sat Kristján Már í stjórn Samherja fyrir um tveimur áratugum, eins og fram hefur komið. Þá vísaði Guðmundur Andri enn fremur í Kastljósþátt þar sem þáttastjórnandi innti Kristján Þór eftir því hvort honum þætti rétt að hringja beint í „meintan höfuðpaur málsins“. Kristján Þór svaraði því m.a. til að hann hefði hvatt fyrirtækið til að ganga fram og upplýsa um sinn þátt í málinu. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/vilhelm Guðmundur Andri spurði hvort Kristján Þór væri þarna að ræða við Þorsteinn Má sem gamall vinur hans eða sem ráðherra – eða jafnvel hvort tveggja í senn. „Er það kannski kjarni málsins, er það í þessu sem kristallast ákveðið vanhæfi?“ spurðu Guðmundur Andri. Greinir ekki á milli þessarar tilveru „Ég svara þessu stundum að það geti verið erfitt að greina á milli þess hvort maður er að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Þetta er eins og þegar við erum að tala saman,“ sagði Kristján Þór og átti þar við sjálfan sig og Guðmund Andra. Þeir þekktust bæði í gegnum háskólagöngu sína og sem þingmenn. „En ég greini ekki á milli þessarar tilveru. Þú ert einn og sami maðurinn og ég er einn og sami maðurinn. Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala,“ sagði Kristján. Hann teldi það hluta af sinni athafnaskyldu sem ráðherra að koma sjónarmiðum á framfæri þegar mál koma upp þess eðlis að þau geti skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs, líkt og í tilfelli Samherjamálsins. Þess vegna hefði hann sett sig í samband við fyrirtækið Samherja, þ.e. eiganda þess og þáverandi forstjóra Þorstein Más. Þá vilji það svo til að hann hafi átt kunnings- og vinskap við forsvarsmann fyrirtækisins. Þá væri það ekki óeðlilegt, hann hefði sett sig í samband við fleiri fyrirtæki í sama tilgangi við önnur tilefni. „Ég hef haft samband við bændur þegar eitthvað kemur upp á,“ nefndi Kristján Þór sem dæmi. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erfitt geti verið að greina á milli þess hvort verið sé að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem hann sat fyrir svörum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja. Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng. Vanhæfi kristallist í tveimur hlutverkum Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf fyrstu spurningu sína til ráðherra á því að vísa í áðurnefnt símtal Kristjáns Þórs til Þorsteins Más. Kristján Þór hefur við nokkur tilefni sagt frá umræddu símtali og sagði til að mynda í samtali við RÚV að henni hefði einfaldlega verið að „spyrja hvernig honum [Þorsteini Má] liði“. Kristján Þór og Þorsteinn Már hafa verið vinir um árabil og þá sat Kristján Már í stjórn Samherja fyrir um tveimur áratugum, eins og fram hefur komið. Þá vísaði Guðmundur Andri enn fremur í Kastljósþátt þar sem þáttastjórnandi innti Kristján Þór eftir því hvort honum þætti rétt að hringja beint í „meintan höfuðpaur málsins“. Kristján Þór svaraði því m.a. til að hann hefði hvatt fyrirtækið til að ganga fram og upplýsa um sinn þátt í málinu. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/vilhelm Guðmundur Andri spurði hvort Kristján Þór væri þarna að ræða við Þorsteinn Má sem gamall vinur hans eða sem ráðherra – eða jafnvel hvort tveggja í senn. „Er það kannski kjarni málsins, er það í þessu sem kristallast ákveðið vanhæfi?“ spurðu Guðmundur Andri. Greinir ekki á milli þessarar tilveru „Ég svara þessu stundum að það geti verið erfitt að greina á milli þess hvort maður er að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Þetta er eins og þegar við erum að tala saman,“ sagði Kristján Þór og átti þar við sjálfan sig og Guðmund Andra. Þeir þekktust bæði í gegnum háskólagöngu sína og sem þingmenn. „En ég greini ekki á milli þessarar tilveru. Þú ert einn og sami maðurinn og ég er einn og sami maðurinn. Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala,“ sagði Kristján. Hann teldi það hluta af sinni athafnaskyldu sem ráðherra að koma sjónarmiðum á framfæri þegar mál koma upp þess eðlis að þau geti skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs, líkt og í tilfelli Samherjamálsins. Þess vegna hefði hann sett sig í samband við fyrirtækið Samherja, þ.e. eiganda þess og þáverandi forstjóra Þorstein Más. Þá vilji það svo til að hann hafi átt kunnings- og vinskap við forsvarsmann fyrirtækisins. Þá væri það ekki óeðlilegt, hann hefði sett sig í samband við fleiri fyrirtæki í sama tilgangi við önnur tilefni. „Ég hef haft samband við bændur þegar eitthvað kemur upp á,“ nefndi Kristján Þór sem dæmi.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45