„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 10:49 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra situr hér fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erfitt geti verið að greina á milli þess hvort verið sé að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem hann sat fyrir svörum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja. Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng. Vanhæfi kristallist í tveimur hlutverkum Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf fyrstu spurningu sína til ráðherra á því að vísa í áðurnefnt símtal Kristjáns Þórs til Þorsteins Más. Kristján Þór hefur við nokkur tilefni sagt frá umræddu símtali og sagði til að mynda í samtali við RÚV að henni hefði einfaldlega verið að „spyrja hvernig honum [Þorsteini Má] liði“. Kristján Þór og Þorsteinn Már hafa verið vinir um árabil og þá sat Kristján Már í stjórn Samherja fyrir um tveimur áratugum, eins og fram hefur komið. Þá vísaði Guðmundur Andri enn fremur í Kastljósþátt þar sem þáttastjórnandi innti Kristján Þór eftir því hvort honum þætti rétt að hringja beint í „meintan höfuðpaur málsins“. Kristján Þór svaraði því m.a. til að hann hefði hvatt fyrirtækið til að ganga fram og upplýsa um sinn þátt í málinu. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/vilhelm Guðmundur Andri spurði hvort Kristján Þór væri þarna að ræða við Þorsteinn Má sem gamall vinur hans eða sem ráðherra – eða jafnvel hvort tveggja í senn. „Er það kannski kjarni málsins, er það í þessu sem kristallast ákveðið vanhæfi?“ spurðu Guðmundur Andri. Greinir ekki á milli þessarar tilveru „Ég svara þessu stundum að það geti verið erfitt að greina á milli þess hvort maður er að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Þetta er eins og þegar við erum að tala saman,“ sagði Kristján Þór og átti þar við sjálfan sig og Guðmund Andra. Þeir þekktust bæði í gegnum háskólagöngu sína og sem þingmenn. „En ég greini ekki á milli þessarar tilveru. Þú ert einn og sami maðurinn og ég er einn og sami maðurinn. Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala,“ sagði Kristján. Hann teldi það hluta af sinni athafnaskyldu sem ráðherra að koma sjónarmiðum á framfæri þegar mál koma upp þess eðlis að þau geti skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs, líkt og í tilfelli Samherjamálsins. Þess vegna hefði hann sett sig í samband við fyrirtækið Samherja, þ.e. eiganda þess og þáverandi forstjóra Þorstein Más. Þá vilji það svo til að hann hafi átt kunnings- og vinskap við forsvarsmann fyrirtækisins. Þá væri það ekki óeðlilegt, hann hefði sett sig í samband við fleiri fyrirtæki í sama tilgangi við önnur tilefni. „Ég hef haft samband við bændur þegar eitthvað kemur upp á,“ nefndi Kristján Þór sem dæmi. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erfitt geti verið að greina á milli þess hvort verið sé að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem hann sat fyrir svörum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja. Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng. Vanhæfi kristallist í tveimur hlutverkum Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf fyrstu spurningu sína til ráðherra á því að vísa í áðurnefnt símtal Kristjáns Þórs til Þorsteins Más. Kristján Þór hefur við nokkur tilefni sagt frá umræddu símtali og sagði til að mynda í samtali við RÚV að henni hefði einfaldlega verið að „spyrja hvernig honum [Þorsteini Má] liði“. Kristján Þór og Þorsteinn Már hafa verið vinir um árabil og þá sat Kristján Már í stjórn Samherja fyrir um tveimur áratugum, eins og fram hefur komið. Þá vísaði Guðmundur Andri enn fremur í Kastljósþátt þar sem þáttastjórnandi innti Kristján Þór eftir því hvort honum þætti rétt að hringja beint í „meintan höfuðpaur málsins“. Kristján Þór svaraði því m.a. til að hann hefði hvatt fyrirtækið til að ganga fram og upplýsa um sinn þátt í málinu. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/vilhelm Guðmundur Andri spurði hvort Kristján Þór væri þarna að ræða við Þorsteinn Má sem gamall vinur hans eða sem ráðherra – eða jafnvel hvort tveggja í senn. „Er það kannski kjarni málsins, er það í þessu sem kristallast ákveðið vanhæfi?“ spurðu Guðmundur Andri. Greinir ekki á milli þessarar tilveru „Ég svara þessu stundum að það geti verið erfitt að greina á milli þess hvort maður er að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Þetta er eins og þegar við erum að tala saman,“ sagði Kristján Þór og átti þar við sjálfan sig og Guðmund Andra. Þeir þekktust bæði í gegnum háskólagöngu sína og sem þingmenn. „En ég greini ekki á milli þessarar tilveru. Þú ert einn og sami maðurinn og ég er einn og sami maðurinn. Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala,“ sagði Kristján. Hann teldi það hluta af sinni athafnaskyldu sem ráðherra að koma sjónarmiðum á framfæri þegar mál koma upp þess eðlis að þau geti skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs, líkt og í tilfelli Samherjamálsins. Þess vegna hefði hann sett sig í samband við fyrirtækið Samherja, þ.e. eiganda þess og þáverandi forstjóra Þorstein Más. Þá vilji það svo til að hann hafi átt kunnings- og vinskap við forsvarsmann fyrirtækisins. Þá væri það ekki óeðlilegt, hann hefði sett sig í samband við fleiri fyrirtæki í sama tilgangi við önnur tilefni. „Ég hef haft samband við bændur þegar eitthvað kemur upp á,“ nefndi Kristján Þór sem dæmi.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45