Forsætisráðherra ber af sér ásakanir þingmanns um lygar Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 21:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín. Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín.
Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira