Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 15:17 Höfuðkúpan fannst í umdæmi lögreglu á Suðurlandi, nánar tiltekið á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast. Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast.
Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira