Tók þingheim í stærðfræðikennslu í andsvörum um veiðigjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 20:00 Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að þrátt fyrir „grátkór útgerðarmanna“ yfir því að veiðigjöldin séu íþyngjandi, virðist sem íslensk útgerðarfélög séu reiðubúin að greiða meira fyrir auðlindina á erlendri grundu. Það beri mál Samherja í Namibíu vitni um. Sjávarútvegsráðherra vísaði gagnrýni um lækkun veiðigjalda á bug og rifjaði upp grunnskólastærðfræði máli sínu til stuðnings á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi sérstakrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi í dag. „Þetta er hið eilífa þrætuepli og nýlegt Samherjamál vekur enn og aftur athyglina á því að þrátt fyrir vel samhæfðan og stilltan grátkór útgerðarmanna um að það sé gengið að atvinnugreininni nær dauðri með sérstakri gjaldtöku, það er að segja veiðigjaldinu, að þá er greinin sjálf að því er virðist tilbúin að greiða talsvert hærri gjöld fyrir veiðiheimildir í erlendum lögsögum,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Í sjálfu sér telji hann margt gott við fiskveiðistjórnunarkerfið en eðlilegra væri að hans mati að veiðiheimildum væri úthlutað tímabundið. Slíkar tillögur hafi ítrekað komið fram en hafi aldrei náð fram að ganga. Það sé fyrst og fremst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins sem slíkar breytingar hafi aldrei náð í gegn að sögn Þorsteins. Slíkar fullyrðingar sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vera rangar. „Við höfum aldrei lýst okkur algjörlega andvíga slíku, samanber bara stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar,“ sagði Kristján Þór. Fimm mínus tveir eru þrír Ráðherra var í umræðunni einnig gagnrýndur fyrir nýlegar breytingar á lögum um veiðigjöld. Fann Kristján Þór sig knúinn til að leiðrétta fullyrðingar um að veiðigjöld hafi verið lækkuð með lögunum. „Ef óbreytt lög hefðu látið gilda hefði veiðigjaldið orðið tveir milljarðar. Nýju lögin skila veiðigjaldi upp á fimm milljarða, hingað til hefði ég haldið, og treysti því að háttvirtir þingmenn geri sér grein fyrir því að fimm mínus tveir eru þrír,“ sagði Kristján Þór.Hvað varðar ummæli þingmanna um að útgerðin virðist reiðubúinn að greiða hærra gjald á erlendri grundu en á Íslandi sagði Kristján Þór að til þess að gera slíkan samanburð þurfi að liggja fyrir forsendur til að bera saman tekjur, kostnaðarliði, skatta og gjöld sem að útgerð myndi greiða í hvoru landi fyrir sig.„Við höfum ekki upplýsingar um verð eða verðmyndun eða kostnaðarliði á sjávarafurðum erlendis, á erlendum mörkuðum. Þar liggur hundurinn grafinn, þær upplýsingar liggja ekki fyrir en hins vegar höfum við mjög greinargóðar upplýsingar, opinberar upplýsingar, um afkomu útgerðar og fiskvinnslu hér á Íslandi. Engu að síður leyfa þingmenn sér það að fullyrða að menn séu tilbúnir til að greiða sambærilegt verð í sams konar umhverfi eins og á Íslandi,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að þrátt fyrir „grátkór útgerðarmanna“ yfir því að veiðigjöldin séu íþyngjandi, virðist sem íslensk útgerðarfélög séu reiðubúin að greiða meira fyrir auðlindina á erlendri grundu. Það beri mál Samherja í Namibíu vitni um. Sjávarútvegsráðherra vísaði gagnrýni um lækkun veiðigjalda á bug og rifjaði upp grunnskólastærðfræði máli sínu til stuðnings á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi sérstakrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi í dag. „Þetta er hið eilífa þrætuepli og nýlegt Samherjamál vekur enn og aftur athyglina á því að þrátt fyrir vel samhæfðan og stilltan grátkór útgerðarmanna um að það sé gengið að atvinnugreininni nær dauðri með sérstakri gjaldtöku, það er að segja veiðigjaldinu, að þá er greinin sjálf að því er virðist tilbúin að greiða talsvert hærri gjöld fyrir veiðiheimildir í erlendum lögsögum,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Í sjálfu sér telji hann margt gott við fiskveiðistjórnunarkerfið en eðlilegra væri að hans mati að veiðiheimildum væri úthlutað tímabundið. Slíkar tillögur hafi ítrekað komið fram en hafi aldrei náð fram að ganga. Það sé fyrst og fremst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins sem slíkar breytingar hafi aldrei náð í gegn að sögn Þorsteins. Slíkar fullyrðingar sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vera rangar. „Við höfum aldrei lýst okkur algjörlega andvíga slíku, samanber bara stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar,“ sagði Kristján Þór. Fimm mínus tveir eru þrír Ráðherra var í umræðunni einnig gagnrýndur fyrir nýlegar breytingar á lögum um veiðigjöld. Fann Kristján Þór sig knúinn til að leiðrétta fullyrðingar um að veiðigjöld hafi verið lækkuð með lögunum. „Ef óbreytt lög hefðu látið gilda hefði veiðigjaldið orðið tveir milljarðar. Nýju lögin skila veiðigjaldi upp á fimm milljarða, hingað til hefði ég haldið, og treysti því að háttvirtir þingmenn geri sér grein fyrir því að fimm mínus tveir eru þrír,“ sagði Kristján Þór.Hvað varðar ummæli þingmanna um að útgerðin virðist reiðubúinn að greiða hærra gjald á erlendri grundu en á Íslandi sagði Kristján Þór að til þess að gera slíkan samanburð þurfi að liggja fyrir forsendur til að bera saman tekjur, kostnaðarliði, skatta og gjöld sem að útgerð myndi greiða í hvoru landi fyrir sig.„Við höfum ekki upplýsingar um verð eða verðmyndun eða kostnaðarliði á sjávarafurðum erlendis, á erlendum mörkuðum. Þar liggur hundurinn grafinn, þær upplýsingar liggja ekki fyrir en hins vegar höfum við mjög greinargóðar upplýsingar, opinberar upplýsingar, um afkomu útgerðar og fiskvinnslu hér á Íslandi. Engu að síður leyfa þingmenn sér það að fullyrða að menn séu tilbúnir til að greiða sambærilegt verð í sams konar umhverfi eins og á Íslandi,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira