Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 22:00 Afkoma Arion var undir væntingum og er það rakið til niðurfærslna á félögum sem bankinn reynir að selja. Vísir/Vilhelm Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kemur fram í afkomuviðvörðun sem Arion banki sendi til Kauphallar í kvöld. Þar kemur fram að þessi neikvæðu áhrif skýrist einkum af tveimur þáttum. Annars vegar hafi niðurstöður virðisrýrnunarprófs á óefnislegum eignum Valitor, dótturfélags Arion banka, falið í sér að færa þurfi óefnislega eign Valitor niður um fjóra milljarða. Þar sem um óefnislegar eignir er að ræða hefur þessi niðurfærsla engin áhrif á eiginfjárhlutföll Arion banka, að því er segir í tilkynninguni. Þar kemur einnig fram að þessi upphæð sé til viðbótar rekstartapi Valitor á fjórðungnum og kostnað við söluferli félagsins, samtals 1,7 milljarð króna, en þar inni er kostnaður við endurskipulagninu Valitor. Óvissa á sílikonmörkuðum Hins vegar hefur Arion banki niðurfært eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík. Nema áhrifin á afkomu fjórða ársfjórðungs um 2,3 milljörðum króna að teknu tilliti til skatta. Niðurfærslan hefur óveruleg áhrif á eiginfjárhlutföll bankans, að því er segir í tilkynningunni. Þar segir að vegna óvissu á mörkuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík. Í tilkynningunni segir einnig að ahrif á eignfjárhlutföll bankans séu óveruleg og áfram mjög sterk. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu tilliti til áhrifa af aflagðri starfsemi og eigna til sölu er um 1 milljarður króna en í tilkynningunni segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, m.a. um arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Undir aflagða starfsemi og eignir til sölu falla eignir og félög sem bankinn hyggst selja á næstu misserum og flokkast í rekstrarreikningi neðan við hagnað af áframhaldandi starfsemi.Tilkynningu Arion banka má lesa hér. Íslenskir bankar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kemur fram í afkomuviðvörðun sem Arion banki sendi til Kauphallar í kvöld. Þar kemur fram að þessi neikvæðu áhrif skýrist einkum af tveimur þáttum. Annars vegar hafi niðurstöður virðisrýrnunarprófs á óefnislegum eignum Valitor, dótturfélags Arion banka, falið í sér að færa þurfi óefnislega eign Valitor niður um fjóra milljarða. Þar sem um óefnislegar eignir er að ræða hefur þessi niðurfærsla engin áhrif á eiginfjárhlutföll Arion banka, að því er segir í tilkynninguni. Þar kemur einnig fram að þessi upphæð sé til viðbótar rekstartapi Valitor á fjórðungnum og kostnað við söluferli félagsins, samtals 1,7 milljarð króna, en þar inni er kostnaður við endurskipulagninu Valitor. Óvissa á sílikonmörkuðum Hins vegar hefur Arion banki niðurfært eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík. Nema áhrifin á afkomu fjórða ársfjórðungs um 2,3 milljörðum króna að teknu tilliti til skatta. Niðurfærslan hefur óveruleg áhrif á eiginfjárhlutföll bankans, að því er segir í tilkynningunni. Þar segir að vegna óvissu á mörkuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík. Í tilkynningunni segir einnig að ahrif á eignfjárhlutföll bankans séu óveruleg og áfram mjög sterk. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu tilliti til áhrifa af aflagðri starfsemi og eigna til sölu er um 1 milljarður króna en í tilkynningunni segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, m.a. um arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Undir aflagða starfsemi og eignir til sölu falla eignir og félög sem bankinn hyggst selja á næstu misserum og flokkast í rekstrarreikningi neðan við hagnað af áframhaldandi starfsemi.Tilkynningu Arion banka má lesa hér.
Íslenskir bankar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira