Hjólin á strætó snúast ekki á innantómum loforðum Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 24. janúar 2020 07:30 Um leið og strætó þeysir framhjá bítur kuldaboli aðeins fastar í kinnarnar og hillingar um að komast heim fyrir króníska vetraralmyrkvan fjarlægjast. Að missa af vagninum með hársbreidd er þyngri dómur í janúar en í júlí, sérstaklega þegar það eru 30 mínútur í næsta vagn. Í október 2018 samþykkti borgarstjórn með 22 greiddum atkvæðum tillögu sem gæti mildað slíkan dóm í einhverjum tilvikum: Að strætóleiðir 1, 3 og 6 skyldu að aka á 7,5 mínútna fresti á háannatímum. Borgarfulltrúi Viðreisnar, Pawel Bartoszek, mælti fyrir tillögunni en stjórn Strætó var falin nánari útfærsla. Tillagan kom frá meirihlutaflokkunum en í fréttatilkynningu borgarinnar um málið sagði meðal annars: „Til að tími gefist til að vinna málið innan hefðbundinna tímaramma fjárhagsáætlunargerðar og leiðakerfisbreytinga er stefnt að því að fyrstu áfangar breytinganna taki gildi í ársbyrjun 2020.” Málið fékk rúman tímaramma en breytingin átti að líta dagsins ljós í ársbyrjun 2020. Minnihlutaflokkar í borgarstjórn eiga ekki sæti við borðið hjá Strætó og er framkvæmdin því í höndum meirihlutans. Ekkert bólar á betri strætó Það er gömul saga og ný að stjórnmálafólk sé gjafmilt á loforð sem hljóma vel í fjölmiðlum en í borgarstjórn er afar sjaldgæft að gefið sé upp hvenær boðaðar breytingar muni líta dagsins ljós. Meirihlutanum hlaut því vera alvara með að standa við breytingarnar fyrir uppgefna dagsetningu. Nú er hinsvegar langt liðið á janúar 2020 og ekkert bólar á breytingunum. Í ferðavenjukönnun frá árinu 2017 (Gallup, 2018) voru viðmælendur spurðir hvers vegna þeir notuðu ekki strætó. Niðurstöðurnar voru rýndar í skýrslu Mannvits fyrir Strætó bs. en þær sýndu meðal annars að sóknarfæri eru í bættri tíðni. Traust á tímatöflu er önnur ástæða sem viðmælendur nefna. Fyrirsjáanleiki um tímatöflu og þjónustu Strætó virðist því vera mikilvægur þáttur í að efla á leiðakerfið og gera hann þjónustuvænni. Vanefnd loforð meirihlutans í Reykjavík og þögn um stöðu þessa máls er eins og kalt kaffi til farþega sem reiða sig á þjónustuna í vetrarfærðinni. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Strætó Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Um leið og strætó þeysir framhjá bítur kuldaboli aðeins fastar í kinnarnar og hillingar um að komast heim fyrir króníska vetraralmyrkvan fjarlægjast. Að missa af vagninum með hársbreidd er þyngri dómur í janúar en í júlí, sérstaklega þegar það eru 30 mínútur í næsta vagn. Í október 2018 samþykkti borgarstjórn með 22 greiddum atkvæðum tillögu sem gæti mildað slíkan dóm í einhverjum tilvikum: Að strætóleiðir 1, 3 og 6 skyldu að aka á 7,5 mínútna fresti á háannatímum. Borgarfulltrúi Viðreisnar, Pawel Bartoszek, mælti fyrir tillögunni en stjórn Strætó var falin nánari útfærsla. Tillagan kom frá meirihlutaflokkunum en í fréttatilkynningu borgarinnar um málið sagði meðal annars: „Til að tími gefist til að vinna málið innan hefðbundinna tímaramma fjárhagsáætlunargerðar og leiðakerfisbreytinga er stefnt að því að fyrstu áfangar breytinganna taki gildi í ársbyrjun 2020.” Málið fékk rúman tímaramma en breytingin átti að líta dagsins ljós í ársbyrjun 2020. Minnihlutaflokkar í borgarstjórn eiga ekki sæti við borðið hjá Strætó og er framkvæmdin því í höndum meirihlutans. Ekkert bólar á betri strætó Það er gömul saga og ný að stjórnmálafólk sé gjafmilt á loforð sem hljóma vel í fjölmiðlum en í borgarstjórn er afar sjaldgæft að gefið sé upp hvenær boðaðar breytingar muni líta dagsins ljós. Meirihlutanum hlaut því vera alvara með að standa við breytingarnar fyrir uppgefna dagsetningu. Nú er hinsvegar langt liðið á janúar 2020 og ekkert bólar á breytingunum. Í ferðavenjukönnun frá árinu 2017 (Gallup, 2018) voru viðmælendur spurðir hvers vegna þeir notuðu ekki strætó. Niðurstöðurnar voru rýndar í skýrslu Mannvits fyrir Strætó bs. en þær sýndu meðal annars að sóknarfæri eru í bættri tíðni. Traust á tímatöflu er önnur ástæða sem viðmælendur nefna. Fyrirsjáanleiki um tímatöflu og þjónustu Strætó virðist því vera mikilvægur þáttur í að efla á leiðakerfið og gera hann þjónustuvænni. Vanefnd loforð meirihlutans í Reykjavík og þögn um stöðu þessa máls er eins og kalt kaffi til farþega sem reiða sig á þjónustuna í vetrarfærðinni. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun