Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 17:46 Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. AP Lögmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja „mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. Réttarhöld öldungadeildarinnar vegna ákæru á hendur Trump, þar sem hann er sakaður um embættisbrot, héldu áfram í dag, þar sem lögmenn forsetans hófu loks málsvörn sína. Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Sakaður um valdníðslu og að hindra störf þingsins Trump er þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem ákærður er fyrir brot í embætti. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting og hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Er Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist eftir að sitja annað kjörtímabil.Getty Mestu afskipti sögunnar Verjendur Trump reyndu í dag að snúa rökum Demókrata um afskipti af forsetakosningum í höndunum á þeim með því að vara við því að bola forseta frá innan við tíu mánuðum áður en bandarísku þjóðinni gefst færi á að greiða atkvæði um hvort Trump eigi að sitja annað kjörtímabil. „Sé litið til alls tals þeirra um afskipti af kosningum […] þá eru þeir hér að standa fyrir mestu afskiptum af kosningum í sögu Bandaríkjanna, og við megum ekki leyfa því að gerast. Það myndi brjóta gegn stjórnarskrá okkar. Það myndi brjóta gegn sögu okkar. Það myndi brjóta gegn skuldbindingum okkar gagnvart framtíðinni,“ sagði Cipollone. Trump hefur hafnað því að hafa haft rangt við. Að öllum líkindum sýknaður Fastlega er búist við að Trump verði sýknaður í réttarhöldum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Tveir þriðju þingmanna þurfa að vara samþykkir því að sakfella forsetann til að honum verði komið frá. Enginn þingmaður öldungadeildarinnar hefur talað fyrir því að sakfella Trump. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Lögmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja „mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. Réttarhöld öldungadeildarinnar vegna ákæru á hendur Trump, þar sem hann er sakaður um embættisbrot, héldu áfram í dag, þar sem lögmenn forsetans hófu loks málsvörn sína. Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Sakaður um valdníðslu og að hindra störf þingsins Trump er þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem ákærður er fyrir brot í embætti. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting og hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Er Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist eftir að sitja annað kjörtímabil.Getty Mestu afskipti sögunnar Verjendur Trump reyndu í dag að snúa rökum Demókrata um afskipti af forsetakosningum í höndunum á þeim með því að vara við því að bola forseta frá innan við tíu mánuðum áður en bandarísku þjóðinni gefst færi á að greiða atkvæði um hvort Trump eigi að sitja annað kjörtímabil. „Sé litið til alls tals þeirra um afskipti af kosningum […] þá eru þeir hér að standa fyrir mestu afskiptum af kosningum í sögu Bandaríkjanna, og við megum ekki leyfa því að gerast. Það myndi brjóta gegn stjórnarskrá okkar. Það myndi brjóta gegn sögu okkar. Það myndi brjóta gegn skuldbindingum okkar gagnvart framtíðinni,“ sagði Cipollone. Trump hefur hafnað því að hafa haft rangt við. Að öllum líkindum sýknaður Fastlega er búist við að Trump verði sýknaður í réttarhöldum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Tveir þriðju þingmanna þurfa að vara samþykkir því að sakfella forsetann til að honum verði komið frá. Enginn þingmaður öldungadeildarinnar hefur talað fyrir því að sakfella Trump.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent