Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hélt áfram fram að nýjustu mælingum sem gerðar voru í morgun, en nýjar mælingar berast næst í fyrramálið. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Verður þar meðal annars sýnt frá íbúafundi sem staðið hefur yfir frá því klukkan fjögur. Þá verður rætt við íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu, staða mála útskýrð með grafískum hætti og rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

Í kvöldfréttum fjöllum við líka um stöðuna innan lögreglunnar á Íslandi í kjölfar Kompás-þáttar sem sýndur var á Vísi í dag. Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra býr lögreglan ekki yfir nægilegum styrk og segir talsmaður lögreglunnar að talað hafi verið fyrir daufum eyrum átta ráðherra.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×