Tvær litlar spurningar til þingmanna Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. janúar 2020 12:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00 Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15 Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00
Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15
Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun