Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:15 Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Dóttir hans, Gianna Bryant, lést einnig í slysinu, sem og sjö aðrir. Vísir/getty Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. Aðrir blaðamenn Washington Post hafa gagnrýnt ákvörðun blaðsins harðlega. Sjá einnig: Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Blaðamaðurinn, Felicia Sonmez, birti á Twitter-reikningi sínum á sunnudag hlekk á grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Á sama tíma kepptust netverjar við að minnast Bryant, sem fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Líflátshótanir frá reiðum netverjum Í frétt New York Times segir að Sonmez hafi fengið tölvupóst frá Martin Baron, ritstjóra Washington Post síðdegis á sunnudag, þar sem hann bað hana um að hætta að tísta á umræddan hátt um Bryant. Hún hafi með tístunum sýnt af sér mikið dómgreindarleysi og skaðað orðstír blaðsins. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Tíst Sonmez vakti jafnframt mikla reiði meðal samfélagsmiðlanotenda, sem margir sendu henni líflátshótanir. Sonmez birti síðar skjáskot af tölvupósti frá óbreyttum netverja, sem kallaði hana öllum illum nöfnum. Á skjáskotinu mátti einnig sjá fullt nafn þess sem sendi póstinn. Í færslu sinni ítrekaði Sonmez að umrædd umfjöllun um Bryant hefði verið skrifuð fyrir þremur árum og að sjálf væri hún ekki höfundurinn. Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk annars ritstjóra hjá blaðinu. Þá var henni í kjölfarið vikið tímabundið frá störfum. Í yfirlýsingu frá ritstjóranum segir að Washington Post skoði nú hvort tíst hennar brjóti í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins. Þau hafi jafnframt grafið undan starfi samstarfsfélaga hennar. Skylda blaðamanna að segja sannleikann Margir af umræddum samstarfsfélögum Sonmez, alls yfir 200 talsins, skrifuðu hins vegar undir yfirlýsingu þess efnis að illa hafi verið staðið að meðferð málsins. „Felicia fékk yfir sig holskeflu af ofbeldisfullum skilaboðum, þar á meðal hótunum sem höfðu að geyma heimilisfang hennar. […] Í stað þess að vernda og taka upp hanskann fyrir blaðamann sem stóð frammi fyrir ofbeldi, sendi [ritstjórn Washington Post] hana í tímabundið leyfi frá störfum,“ segir í yfirlýsingu blaðamannanna. Our statement in support of our colleague, Felicia Sonmez: https://t.co/2GDbANeybb— Washington Post Guild (@PostGuild) January 27, 2020 Þá kemur þar fram að andlát Bryant sé vissulega harmleikur. Það sé hins vegar skylda blaðamanna að segja allan sannleikann, hvenær sem er og um hvern sem er, óháð vinsældum viðkomandi og tímasetningu. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. Aðrir blaðamenn Washington Post hafa gagnrýnt ákvörðun blaðsins harðlega. Sjá einnig: Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Blaðamaðurinn, Felicia Sonmez, birti á Twitter-reikningi sínum á sunnudag hlekk á grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Á sama tíma kepptust netverjar við að minnast Bryant, sem fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Líflátshótanir frá reiðum netverjum Í frétt New York Times segir að Sonmez hafi fengið tölvupóst frá Martin Baron, ritstjóra Washington Post síðdegis á sunnudag, þar sem hann bað hana um að hætta að tísta á umræddan hátt um Bryant. Hún hafi með tístunum sýnt af sér mikið dómgreindarleysi og skaðað orðstír blaðsins. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Tíst Sonmez vakti jafnframt mikla reiði meðal samfélagsmiðlanotenda, sem margir sendu henni líflátshótanir. Sonmez birti síðar skjáskot af tölvupósti frá óbreyttum netverja, sem kallaði hana öllum illum nöfnum. Á skjáskotinu mátti einnig sjá fullt nafn þess sem sendi póstinn. Í færslu sinni ítrekaði Sonmez að umrædd umfjöllun um Bryant hefði verið skrifuð fyrir þremur árum og að sjálf væri hún ekki höfundurinn. Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk annars ritstjóra hjá blaðinu. Þá var henni í kjölfarið vikið tímabundið frá störfum. Í yfirlýsingu frá ritstjóranum segir að Washington Post skoði nú hvort tíst hennar brjóti í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins. Þau hafi jafnframt grafið undan starfi samstarfsfélaga hennar. Skylda blaðamanna að segja sannleikann Margir af umræddum samstarfsfélögum Sonmez, alls yfir 200 talsins, skrifuðu hins vegar undir yfirlýsingu þess efnis að illa hafi verið staðið að meðferð málsins. „Felicia fékk yfir sig holskeflu af ofbeldisfullum skilaboðum, þar á meðal hótunum sem höfðu að geyma heimilisfang hennar. […] Í stað þess að vernda og taka upp hanskann fyrir blaðamann sem stóð frammi fyrir ofbeldi, sendi [ritstjórn Washington Post] hana í tímabundið leyfi frá störfum,“ segir í yfirlýsingu blaðamannanna. Our statement in support of our colleague, Felicia Sonmez: https://t.co/2GDbANeybb— Washington Post Guild (@PostGuild) January 27, 2020 Þá kemur þar fram að andlát Bryant sé vissulega harmleikur. Það sé hins vegar skylda blaðamanna að segja allan sannleikann, hvenær sem er og um hvern sem er, óháð vinsældum viðkomandi og tímasetningu. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30
LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30