Skoða festingar gámabílsins eftir alvarlegt slys á Vesturlandsvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:25 Vesturlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins á föstudag. Jóhann K. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira