Skoða festingar gámabílsins eftir alvarlegt slys á Vesturlandsvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:25 Vesturlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins á föstudag. Jóhann K. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?