Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 22:07 Stefán Rafn var ráðinn upplýsingafulltrúi í júní síðastliðnum. Gunnhildur Arna kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Vísir Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna en RÚV greindi fyrst frá. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní síðastliðnum en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. „Telur nefndin að fyrir liggi að kærandi hafi staðið umræddum karli framar varðandi fyrstu tvær hæfniskröfurnar í ráðningarferlinu, þ.e. annars vegar menntun og hins vegar reynslu af kynningarstarfi og fjölmiðlun.“ Ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar Þá segir að Seðlabankanum hafi ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar varðandi næstu tvær hæfniskröfur „þ.e. varðandi tungumálakunnáttu og þekkingu á efnahags- og peningamálum og fjármálamörkuðum, en hvoru tveggja eru þættir sem unnt er að meta með fremur hlutlægum hætti.“ Telur nefndin að þau sjónarmið sem Seðlabankinn hafi dregið fram í málinu sýni ekki fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar við ráðninguna. „Að öllu framangreindu virtu hefur kærði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa.“ Segir kæruna tilefnislausa Fram kemur í úrskurðinum að Seðlabankinn telji kæruna tilefnislausa og að honum hafi verið frjálst að velja þann einstakling sem metinn hafi verið hæfastur á grundvelli viðmiða í auglýsingu. Bankinn segir jafnframt að heildstætt mat hafi verið gert á umsækjendum og mjög vandað ferli farið fram við ráðninguna. Úrskurðað var í málinu þann 17. desember síðastliðinn. Kærunefndin hafnaði kröfu Gunnhildar um að Seðlabankanum bæri að greiða málskostnað hennar í ljósi þess að ekki liggi fyrir hvort að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna málsins. Jafnréttismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Þessi sóttu um starf upplýsingafulltrúa Seðlabankans Alls sótti 51 um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka áður en ráðið var í starfið. 11. júní 2019 17:15 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna en RÚV greindi fyrst frá. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní síðastliðnum en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. „Telur nefndin að fyrir liggi að kærandi hafi staðið umræddum karli framar varðandi fyrstu tvær hæfniskröfurnar í ráðningarferlinu, þ.e. annars vegar menntun og hins vegar reynslu af kynningarstarfi og fjölmiðlun.“ Ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar Þá segir að Seðlabankanum hafi ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar varðandi næstu tvær hæfniskröfur „þ.e. varðandi tungumálakunnáttu og þekkingu á efnahags- og peningamálum og fjármálamörkuðum, en hvoru tveggja eru þættir sem unnt er að meta með fremur hlutlægum hætti.“ Telur nefndin að þau sjónarmið sem Seðlabankinn hafi dregið fram í málinu sýni ekki fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar við ráðninguna. „Að öllu framangreindu virtu hefur kærði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa.“ Segir kæruna tilefnislausa Fram kemur í úrskurðinum að Seðlabankinn telji kæruna tilefnislausa og að honum hafi verið frjálst að velja þann einstakling sem metinn hafi verið hæfastur á grundvelli viðmiða í auglýsingu. Bankinn segir jafnframt að heildstætt mat hafi verið gert á umsækjendum og mjög vandað ferli farið fram við ráðninguna. Úrskurðað var í málinu þann 17. desember síðastliðinn. Kærunefndin hafnaði kröfu Gunnhildar um að Seðlabankanum bæri að greiða málskostnað hennar í ljósi þess að ekki liggi fyrir hvort að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna málsins.
Jafnréttismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Þessi sóttu um starf upplýsingafulltrúa Seðlabankans Alls sótti 51 um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka áður en ráðið var í starfið. 11. júní 2019 17:15 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Þessi sóttu um starf upplýsingafulltrúa Seðlabankans Alls sótti 51 um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka áður en ráðið var í starfið. 11. júní 2019 17:15