Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 07:21 Strandborgin Torrevieja er vinsæll áfangastaður. Getty/Alex Tihonovs Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra. Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra.
Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00