Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 07:21 Strandborgin Torrevieja er vinsæll áfangastaður. Getty/Alex Tihonovs Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra. Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra.
Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent