Nýju gjafakvótagreifarnir Haraldur Eiríksson skrifar 14. janúar 2020 11:00 Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. Er félagið nú metið á 40 milljarða króna en verðmæti þessi byggir eingöngu á framleiðsluleyfum sem það hefur á hafsvæðum við Ísland. Hefur Arnarlax þó ekki þurft að greiða krónu fyrir nýtingu á þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Frá því að sjókvíaeldisbylgjan hin þriðja fór af stað fyrir um tíu árum hér við land, hafa Íslendingar gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs eða endurgjalds. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35 til 40 milljarða ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi. Almenningur hlunnfarinn Nú rétt fyrir áramótin skráði Arnarlax sig, og um leið framleiðslukvótana sem þeir fengu gefins hérlendis, í Kauphöllina í Osló. Þar hefur verð hlutabréfanna tvöfaldast á nokkrum vikum og er nú metið á um áðurnefnda 40 milljarða króna. Þetta er nákvæmlega það sem framleiðslukvóti fyrirtækisins á Íslandi hefði kostað í Noregi. Það má því leiða líkur að því að þarna hafi almenningur á Íslandi verið hlunnfarinn því kvótinn er langstærsta eign fyrirtækisins. Þessi framleiðslukvótar eru verðmetnir nánast á við fyrirtækið Icelandair sem veitir 4.000 Íslendingum atvinnu. Hjá Arnarlaxi starfa 100 manns að mestu við laxaslátrun. Norskir aðilar eiga um og yfir 90 prósent af öllu sjókvíaeldi við Ísland. Hluti þeirra skráir eignaraðild sína í skattaskjólum til að forðast skattgreiðslur og flækja eignaraðild. Greiða ekki tekjuskatt Þess má geta að Arnarlax hefur enn ekki greitt tekjuskatt á Íslandi eftir 10 ára rekstur. Arnarlax hefur fengið afslátt af hafnargjöldum hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum og greiða þar jafnvel minna en íslenskar útgerðir. Nýlega var íslenskum lögum um skipstjórnarréttindi breytt til að hægt væri að fá ódýrara vinnuafl á fóðurbáta fyrirtækisins - og það í andstöðu við Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Síðasta innlegg sjávarútvegsráðherra er fráleit tillaga um að breyta gilandi reglugerð um sjókvíaeldi þannig að að fyrirtækin komist mögulega nær ósum laxveiðiám, sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir villta laxinn. Stjórnsýsluúttekt Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, fór nýlega fram á að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á Hafrannsóknastofnun, meðal annars á þeim forsendum að stofnunin væri of treg að hans mati til að auka við framleiðsluleyfi þessara norsku sjókvíaeldisfyrirtækja. Þetta er sérlega ómakleg árás á Hafró, eingöngu byggð á því að niðurstaða vísindafólksins þar hefur ekki verið varaþingmanninum þóknanleg. Hitt er svo annað mál að hugmyndin um stjórnsýsluúttekt er góð. Sú úttekt ætti hins vegar að snúast um hvernig það gat gerst að örfáum vinum ráðandi afla hér á landi voru færðir framleiðslukvótar í sjókvíaeldi upp á milljarða. Kvótar sem þeir hafa nú selt úr landi með ótrúlegum hagnaði. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrurverndarsjóðnum (Icelandic Wildlife Fund) og Atlantic Salmon Trust. Hann er búsettur í Bretlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. Er félagið nú metið á 40 milljarða króna en verðmæti þessi byggir eingöngu á framleiðsluleyfum sem það hefur á hafsvæðum við Ísland. Hefur Arnarlax þó ekki þurft að greiða krónu fyrir nýtingu á þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Frá því að sjókvíaeldisbylgjan hin þriðja fór af stað fyrir um tíu árum hér við land, hafa Íslendingar gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs eða endurgjalds. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35 til 40 milljarða ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi. Almenningur hlunnfarinn Nú rétt fyrir áramótin skráði Arnarlax sig, og um leið framleiðslukvótana sem þeir fengu gefins hérlendis, í Kauphöllina í Osló. Þar hefur verð hlutabréfanna tvöfaldast á nokkrum vikum og er nú metið á um áðurnefnda 40 milljarða króna. Þetta er nákvæmlega það sem framleiðslukvóti fyrirtækisins á Íslandi hefði kostað í Noregi. Það má því leiða líkur að því að þarna hafi almenningur á Íslandi verið hlunnfarinn því kvótinn er langstærsta eign fyrirtækisins. Þessi framleiðslukvótar eru verðmetnir nánast á við fyrirtækið Icelandair sem veitir 4.000 Íslendingum atvinnu. Hjá Arnarlaxi starfa 100 manns að mestu við laxaslátrun. Norskir aðilar eiga um og yfir 90 prósent af öllu sjókvíaeldi við Ísland. Hluti þeirra skráir eignaraðild sína í skattaskjólum til að forðast skattgreiðslur og flækja eignaraðild. Greiða ekki tekjuskatt Þess má geta að Arnarlax hefur enn ekki greitt tekjuskatt á Íslandi eftir 10 ára rekstur. Arnarlax hefur fengið afslátt af hafnargjöldum hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum og greiða þar jafnvel minna en íslenskar útgerðir. Nýlega var íslenskum lögum um skipstjórnarréttindi breytt til að hægt væri að fá ódýrara vinnuafl á fóðurbáta fyrirtækisins - og það í andstöðu við Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Síðasta innlegg sjávarútvegsráðherra er fráleit tillaga um að breyta gilandi reglugerð um sjókvíaeldi þannig að að fyrirtækin komist mögulega nær ósum laxveiðiám, sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir villta laxinn. Stjórnsýsluúttekt Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, fór nýlega fram á að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á Hafrannsóknastofnun, meðal annars á þeim forsendum að stofnunin væri of treg að hans mati til að auka við framleiðsluleyfi þessara norsku sjókvíaeldisfyrirtækja. Þetta er sérlega ómakleg árás á Hafró, eingöngu byggð á því að niðurstaða vísindafólksins þar hefur ekki verið varaþingmanninum þóknanleg. Hitt er svo annað mál að hugmyndin um stjórnsýsluúttekt er góð. Sú úttekt ætti hins vegar að snúast um hvernig það gat gerst að örfáum vinum ráðandi afla hér á landi voru færðir framleiðslukvótar í sjókvíaeldi upp á milljarða. Kvótar sem þeir hafa nú selt úr landi með ótrúlegum hagnaði. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrurverndarsjóðnum (Icelandic Wildlife Fund) og Atlantic Salmon Trust. Hann er búsettur í Bretlandi.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar