Nýju gjafakvótagreifarnir Haraldur Eiríksson skrifar 14. janúar 2020 11:00 Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. Er félagið nú metið á 40 milljarða króna en verðmæti þessi byggir eingöngu á framleiðsluleyfum sem það hefur á hafsvæðum við Ísland. Hefur Arnarlax þó ekki þurft að greiða krónu fyrir nýtingu á þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Frá því að sjókvíaeldisbylgjan hin þriðja fór af stað fyrir um tíu árum hér við land, hafa Íslendingar gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs eða endurgjalds. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35 til 40 milljarða ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi. Almenningur hlunnfarinn Nú rétt fyrir áramótin skráði Arnarlax sig, og um leið framleiðslukvótana sem þeir fengu gefins hérlendis, í Kauphöllina í Osló. Þar hefur verð hlutabréfanna tvöfaldast á nokkrum vikum og er nú metið á um áðurnefnda 40 milljarða króna. Þetta er nákvæmlega það sem framleiðslukvóti fyrirtækisins á Íslandi hefði kostað í Noregi. Það má því leiða líkur að því að þarna hafi almenningur á Íslandi verið hlunnfarinn því kvótinn er langstærsta eign fyrirtækisins. Þessi framleiðslukvótar eru verðmetnir nánast á við fyrirtækið Icelandair sem veitir 4.000 Íslendingum atvinnu. Hjá Arnarlaxi starfa 100 manns að mestu við laxaslátrun. Norskir aðilar eiga um og yfir 90 prósent af öllu sjókvíaeldi við Ísland. Hluti þeirra skráir eignaraðild sína í skattaskjólum til að forðast skattgreiðslur og flækja eignaraðild. Greiða ekki tekjuskatt Þess má geta að Arnarlax hefur enn ekki greitt tekjuskatt á Íslandi eftir 10 ára rekstur. Arnarlax hefur fengið afslátt af hafnargjöldum hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum og greiða þar jafnvel minna en íslenskar útgerðir. Nýlega var íslenskum lögum um skipstjórnarréttindi breytt til að hægt væri að fá ódýrara vinnuafl á fóðurbáta fyrirtækisins - og það í andstöðu við Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Síðasta innlegg sjávarútvegsráðherra er fráleit tillaga um að breyta gilandi reglugerð um sjókvíaeldi þannig að að fyrirtækin komist mögulega nær ósum laxveiðiám, sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir villta laxinn. Stjórnsýsluúttekt Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, fór nýlega fram á að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á Hafrannsóknastofnun, meðal annars á þeim forsendum að stofnunin væri of treg að hans mati til að auka við framleiðsluleyfi þessara norsku sjókvíaeldisfyrirtækja. Þetta er sérlega ómakleg árás á Hafró, eingöngu byggð á því að niðurstaða vísindafólksins þar hefur ekki verið varaþingmanninum þóknanleg. Hitt er svo annað mál að hugmyndin um stjórnsýsluúttekt er góð. Sú úttekt ætti hins vegar að snúast um hvernig það gat gerst að örfáum vinum ráðandi afla hér á landi voru færðir framleiðslukvótar í sjókvíaeldi upp á milljarða. Kvótar sem þeir hafa nú selt úr landi með ótrúlegum hagnaði. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrurverndarsjóðnum (Icelandic Wildlife Fund) og Atlantic Salmon Trust. Hann er búsettur í Bretlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. Er félagið nú metið á 40 milljarða króna en verðmæti þessi byggir eingöngu á framleiðsluleyfum sem það hefur á hafsvæðum við Ísland. Hefur Arnarlax þó ekki þurft að greiða krónu fyrir nýtingu á þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Frá því að sjókvíaeldisbylgjan hin þriðja fór af stað fyrir um tíu árum hér við land, hafa Íslendingar gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs eða endurgjalds. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35 til 40 milljarða ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi. Almenningur hlunnfarinn Nú rétt fyrir áramótin skráði Arnarlax sig, og um leið framleiðslukvótana sem þeir fengu gefins hérlendis, í Kauphöllina í Osló. Þar hefur verð hlutabréfanna tvöfaldast á nokkrum vikum og er nú metið á um áðurnefnda 40 milljarða króna. Þetta er nákvæmlega það sem framleiðslukvóti fyrirtækisins á Íslandi hefði kostað í Noregi. Það má því leiða líkur að því að þarna hafi almenningur á Íslandi verið hlunnfarinn því kvótinn er langstærsta eign fyrirtækisins. Þessi framleiðslukvótar eru verðmetnir nánast á við fyrirtækið Icelandair sem veitir 4.000 Íslendingum atvinnu. Hjá Arnarlaxi starfa 100 manns að mestu við laxaslátrun. Norskir aðilar eiga um og yfir 90 prósent af öllu sjókvíaeldi við Ísland. Hluti þeirra skráir eignaraðild sína í skattaskjólum til að forðast skattgreiðslur og flækja eignaraðild. Greiða ekki tekjuskatt Þess má geta að Arnarlax hefur enn ekki greitt tekjuskatt á Íslandi eftir 10 ára rekstur. Arnarlax hefur fengið afslátt af hafnargjöldum hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum og greiða þar jafnvel minna en íslenskar útgerðir. Nýlega var íslenskum lögum um skipstjórnarréttindi breytt til að hægt væri að fá ódýrara vinnuafl á fóðurbáta fyrirtækisins - og það í andstöðu við Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Síðasta innlegg sjávarútvegsráðherra er fráleit tillaga um að breyta gilandi reglugerð um sjókvíaeldi þannig að að fyrirtækin komist mögulega nær ósum laxveiðiám, sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir villta laxinn. Stjórnsýsluúttekt Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, fór nýlega fram á að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á Hafrannsóknastofnun, meðal annars á þeim forsendum að stofnunin væri of treg að hans mati til að auka við framleiðsluleyfi þessara norsku sjókvíaeldisfyrirtækja. Þetta er sérlega ómakleg árás á Hafró, eingöngu byggð á því að niðurstaða vísindafólksins þar hefur ekki verið varaþingmanninum þóknanleg. Hitt er svo annað mál að hugmyndin um stjórnsýsluúttekt er góð. Sú úttekt ætti hins vegar að snúast um hvernig það gat gerst að örfáum vinum ráðandi afla hér á landi voru færðir framleiðslukvótar í sjókvíaeldi upp á milljarða. Kvótar sem þeir hafa nú selt úr landi með ótrúlegum hagnaði. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrurverndarsjóðnum (Icelandic Wildlife Fund) og Atlantic Salmon Trust. Hann er búsettur í Bretlandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun