Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 18:04 Opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttist um hálftíma frá og með 1. apríl næstkomandi. Vísir/vilhelm Meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti á fundi sínum í dag að stytta opnunartíma leikskóla borgarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Opnunartími leikskólanna styttist þannig um hálftíma. Jafnframt er tiltekið í breyttum reglum um leikskólaþjónustu að börn geti að hámarki dvalið í leikskólanum í níu klukkustundir á dag. Í tilkynningu borgarinnar segir að fyrirhuguð breyting byggi á tillögu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs en í honum sitja m.a. kjörnir fulltrúar og fulltrúar leikskólastjóra og leikskólakennara. „Á undanförnum árum hefur dvalartími barna stöðugt lengst samhliða fækkun á fagfólki, sem ekki síst má rekja til minni aðsóknar í leikskólakennaranám undanfarinn áratug. Stýrihópurinn telur að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starf og mönnun leikskólans verði einfaldari,“ segir í tilkynningunni. Gefinn verður aðlögunartími að breytingunum sem munu taka gildi 1. apríl 2020. Foreldrum og forsjáraðilum með gildandi dvalarsamninga til klukkan 16:45 eða 17:00 er heimilt að sækja um lengri aðlögunarfrest eða til 1. ágúst 2020 vegna sérstakra aðstæðna. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á opnunartíma leikskólanna taki gildi eftir samþykkt borgarráðs. Foreldrar nýti ekki lengri vistunartíma Í tilkynningu er jafnframt vísað í áfangaskýrslu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík sem kynnt var í skóla- og frístundaráði í dag. „Í henni kemur m.a. fram að rúmlegur helmingur þeirra foreldra sem kaupa vistunartíma frá 16:30 – 17.00 nýta hann í raun ekki. Þá má geta þess að önnur stór sveitarfélög hafa þegar breytt opnunartíma leikskóla á þennan veg, t.d. Akureyri, Reykjanesbær og Kópavogur,“ segir í tilkynningu. „Stýrihópurinn leggur jafnframt til að laus rými á leikskólum borgarinnar verði boðin foreldrum til umsóknar en um er að ræða rými á leikskólum þar sem búið er að tæma alla biðlista. Undanfarna mánuði hafa biðlistar tæmst í nokkrum fjölda leikskóla samhliða inntöku yngri barna og er nú fyrirhugað að fara í kynningarátak til foreldra um laus pláss og opna fyrir innritun yngri barna en nú er þar sem aðstæður leyfa. Á síðasta ári var opnað fyrir innritun 15-18 mánaða barna og tókst að bjóða meirihluta barna á þeim aldri leikskólapláss.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti á fundi sínum í dag að stytta opnunartíma leikskóla borgarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Opnunartími leikskólanna styttist þannig um hálftíma. Jafnframt er tiltekið í breyttum reglum um leikskólaþjónustu að börn geti að hámarki dvalið í leikskólanum í níu klukkustundir á dag. Í tilkynningu borgarinnar segir að fyrirhuguð breyting byggi á tillögu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs en í honum sitja m.a. kjörnir fulltrúar og fulltrúar leikskólastjóra og leikskólakennara. „Á undanförnum árum hefur dvalartími barna stöðugt lengst samhliða fækkun á fagfólki, sem ekki síst má rekja til minni aðsóknar í leikskólakennaranám undanfarinn áratug. Stýrihópurinn telur að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starf og mönnun leikskólans verði einfaldari,“ segir í tilkynningunni. Gefinn verður aðlögunartími að breytingunum sem munu taka gildi 1. apríl 2020. Foreldrum og forsjáraðilum með gildandi dvalarsamninga til klukkan 16:45 eða 17:00 er heimilt að sækja um lengri aðlögunarfrest eða til 1. ágúst 2020 vegna sérstakra aðstæðna. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á opnunartíma leikskólanna taki gildi eftir samþykkt borgarráðs. Foreldrar nýti ekki lengri vistunartíma Í tilkynningu er jafnframt vísað í áfangaskýrslu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík sem kynnt var í skóla- og frístundaráði í dag. „Í henni kemur m.a. fram að rúmlegur helmingur þeirra foreldra sem kaupa vistunartíma frá 16:30 – 17.00 nýta hann í raun ekki. Þá má geta þess að önnur stór sveitarfélög hafa þegar breytt opnunartíma leikskóla á þennan veg, t.d. Akureyri, Reykjanesbær og Kópavogur,“ segir í tilkynningu. „Stýrihópurinn leggur jafnframt til að laus rými á leikskólum borgarinnar verði boðin foreldrum til umsóknar en um er að ræða rými á leikskólum þar sem búið er að tæma alla biðlista. Undanfarna mánuði hafa biðlistar tæmst í nokkrum fjölda leikskóla samhliða inntöku yngri barna og er nú fyrirhugað að fara í kynningarátak til foreldra um laus pláss og opna fyrir innritun yngri barna en nú er þar sem aðstæður leyfa. Á síðasta ári var opnað fyrir innritun 15-18 mánaða barna og tókst að bjóða meirihluta barna á þeim aldri leikskólapláss.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira