Erlent

Mikil sprenging í efnaverksmiðju á Spáni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn eld í verksmiðjunni.
Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn eld í verksmiðjunni. AP/David Oliete

Einn er látinn og minnst fjórir alvarlega slasaðir eftir mikla sprengingu sem varð í efnaverksmiðju í Tarragona á Spáni í kvöld.

Mikill viðbúnaður er vegna sprengingarinnar og elds sem kviknaði í verksmiðjunni eftir sprenginuna þar sem um efnaverksmiðju er að ræða. Hafa íbúar í grennd við verksmiðjuna verið beðnir um að halda sig innandyra og loka gluggum og hurðum á meðan yfirvöld meta aðstæður.

Engar vísbendingar eru þó um að einhvers konar eiturefni berist frá verksmiðjunni eftir sprenginuna að því er fram kemur í frétt Sky News.

Myndbönd sem birtust á samfélagsmiðlum skömmu eftir sprenginuna sýna mikla sprengingu og mikinn eld.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×