Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2020 13:32 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/AP Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. Hann sagði tillöguna „undarlega“ og sagði Trump ítrekað brjóta loforð sín og samninga. Tillagan að nýjum samningi kemur frá Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Johnson sagði í gær að Trump ætti að taka forystu í að gera nýjan samning og þannig tryggja að Íran byggi ekki upp kjarnorkuvopn. Í kjölfar orða Johnson sagðist Trump sjálfur sammála því að „Trump-samningur“ ætti að leysa kjarnorkusamninginn af hólmi. Árið 2015 skrifuðu Íran, Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Þýskaland undir kjarnorkusamninginn svokallaða. Í skiptum fyrir að þvinganir og annars konar refsiaðgerðir gegn Íran voru felldar niður samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Árið 2018 gengu Bandaríkin frá samningnum og Trump beitti Íran refsiaðgerðum á nýjan leik. Í kjölfar þess hafa Íranar hægt og rólega hætt að framfylgja skilyrðum samningsins en eru enn undir eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Þau Evrópuríki sem að samningnum komu virkjuðu í gær ágreiningsákvæði samningsins. Rouhani sagðist ekki átta sig á því hvað Johnson væri að hugsa og hvatti hann Bandaríkin og aðra til að standa við samninginn frá 2015. Íranar þvertaka fyrir að ætla að koma upp kjarnorkuvopnum. Blaðamaður Reuters ræddi við Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sem sagði tilgangslaust að gera nýjan samning við Bandaríkin. „Ég var með samning við Bandaríkin og Bandaríkin brutu gegn honum. Ef ég geri Trump-samning, hve lengi varir hann?“ Bandaríkin Bretland Donald Trump Íran Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. Hann sagði tillöguna „undarlega“ og sagði Trump ítrekað brjóta loforð sín og samninga. Tillagan að nýjum samningi kemur frá Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Johnson sagði í gær að Trump ætti að taka forystu í að gera nýjan samning og þannig tryggja að Íran byggi ekki upp kjarnorkuvopn. Í kjölfar orða Johnson sagðist Trump sjálfur sammála því að „Trump-samningur“ ætti að leysa kjarnorkusamninginn af hólmi. Árið 2015 skrifuðu Íran, Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Þýskaland undir kjarnorkusamninginn svokallaða. Í skiptum fyrir að þvinganir og annars konar refsiaðgerðir gegn Íran voru felldar niður samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Árið 2018 gengu Bandaríkin frá samningnum og Trump beitti Íran refsiaðgerðum á nýjan leik. Í kjölfar þess hafa Íranar hægt og rólega hætt að framfylgja skilyrðum samningsins en eru enn undir eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Þau Evrópuríki sem að samningnum komu virkjuðu í gær ágreiningsákvæði samningsins. Rouhani sagðist ekki átta sig á því hvað Johnson væri að hugsa og hvatti hann Bandaríkin og aðra til að standa við samninginn frá 2015. Íranar þvertaka fyrir að ætla að koma upp kjarnorkuvopnum. Blaðamaður Reuters ræddi við Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sem sagði tilgangslaust að gera nýjan samning við Bandaríkin. „Ég var með samning við Bandaríkin og Bandaríkin brutu gegn honum. Ef ég geri Trump-samning, hve lengi varir hann?“
Bandaríkin Bretland Donald Trump Íran Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira