„Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2020 14:30 Sigrun Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri Urðarhóls. Vísir/Friðrik/Vilhelm Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. Flest börn dvelji þar átta og hálfan tíma í miklu áreiti sem sé of langur tími fyrir lítil börn. Hann segir styttingu opnunartíma leikskóla í bænum hafa gefist vel. Reykjavíkurborg áformar að stytta opnunartíma leikskóla í borginni um hálftíma og loka klukkan hálf fimm í stað fimm. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá mörgum sem segja þetta koma illa foreldra. Fleiri sveitarfélög hafa farið þessa leið þar á meðal Kópavogsbær. „Það vantar um allavega þrettán til fimmtán hundruð leikskólakennara til að uppfylla lög um leikskóla. Þannig að með þessu þá þjöppum við fagmenntuninni á opnunartíma leikskólans. Oft var þetta þannig að við vorum með sem sagt ungt starfsfólk sem að var að koma á skilavaktir. Þannig að þau voru ekki með samhengið yfir daginn og hvernig barninu var búið að líða. Þessi breyting að loka klukkan hálf fimm, þá erum við með kennara deildanna þangað til barnið fer heim, það er stór kostur fyrir barnið,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi. Sigrún segir að aðeins foreldrar tveggja barna af þeim 130 sem eru á leikskólanum hafi átt erfitt með að bregðast við breyttum opnunartíma. „Það er ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að reyna að draga úr mikilli viðveru barna á leikskólum. „Það eru allflest börn sem eru í leikskólanum svona átta og hálfan tíma og ég held bara að þetta sé svolítið lýðheilsumál að við förum aðeins að stytta vinnutíma barna utan heimilis. Ég vil nefna að þetta sé vinnutími barna því að barnið kemur í leikskóla. Það er að læra allan daginn og það er í miklu áreiti og það verður bara þreytt. Þannig að átta og hálfur tími fyrir eins og hálfs árs gamalt barn til fimm ára það er bara of langur skóladagur,“ segir Sigrún. Börn og uppeldi Heilsa Kópavogur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. Flest börn dvelji þar átta og hálfan tíma í miklu áreiti sem sé of langur tími fyrir lítil börn. Hann segir styttingu opnunartíma leikskóla í bænum hafa gefist vel. Reykjavíkurborg áformar að stytta opnunartíma leikskóla í borginni um hálftíma og loka klukkan hálf fimm í stað fimm. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá mörgum sem segja þetta koma illa foreldra. Fleiri sveitarfélög hafa farið þessa leið þar á meðal Kópavogsbær. „Það vantar um allavega þrettán til fimmtán hundruð leikskólakennara til að uppfylla lög um leikskóla. Þannig að með þessu þá þjöppum við fagmenntuninni á opnunartíma leikskólans. Oft var þetta þannig að við vorum með sem sagt ungt starfsfólk sem að var að koma á skilavaktir. Þannig að þau voru ekki með samhengið yfir daginn og hvernig barninu var búið að líða. Þessi breyting að loka klukkan hálf fimm, þá erum við með kennara deildanna þangað til barnið fer heim, það er stór kostur fyrir barnið,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi. Sigrún segir að aðeins foreldrar tveggja barna af þeim 130 sem eru á leikskólanum hafi átt erfitt með að bregðast við breyttum opnunartíma. „Það er ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að reyna að draga úr mikilli viðveru barna á leikskólum. „Það eru allflest börn sem eru í leikskólanum svona átta og hálfan tíma og ég held bara að þetta sé svolítið lýðheilsumál að við förum aðeins að stytta vinnutíma barna utan heimilis. Ég vil nefna að þetta sé vinnutími barna því að barnið kemur í leikskóla. Það er að læra allan daginn og það er í miklu áreiti og það verður bara þreytt. Þannig að átta og hálfur tími fyrir eins og hálfs árs gamalt barn til fimm ára það er bara of langur skóladagur,“ segir Sigrún.
Börn og uppeldi Heilsa Kópavogur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45
Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00
Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30