Innlent

Fyrsta barn ársins kom í heiminn í Reykjavík

Sylvía Hall skrifar
Fyrsta barn ársins kom aðeins fyrr í heiminn en fyrsta barn síðasta árs.
Fyrsta barn ársins kom aðeins fyrr í heiminn en fyrsta barn síðasta árs. Vísir/Getty

Fyrsta barn ársins fæddist klukkan 02:19 í nótt á fæðingardeild Landspítalans og var það drengur. Fjögur börn hafa fæðst á Landspítalanum í nótt og hefur nóttin gengið vel að sögn starfsmanna.

Þá fæddist stúlka í Björkinni klukkan 2:47 í nótt. Fæðingin var yndisleg að sögn starfsmanna, móður og barni heilsast vel og hafa nú þegar fengið að fara heim.

Engin börn hafa fæðst á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Suðurlands enn sem komið er.

Fyrsta barn ársins í fyrra fæddist töluvert seinna, eða klukkan 6:03 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og var það stúlka. Sú hafði látið bíða eftir sér í tíu daga þegar hún ákvað loks að mæta í heiminn, foreldrunum til mikillar gleði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×