Fleiri á bráðamóttöku vegna líkamsárása en flugeldaslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 18:30 Það var mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í nótt. Vísir/Vilhelm Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“ Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“
Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira