Thelma farin að raða niður þristum eins og mamma sín: Fær mikið hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 15:30 Thelma Dís Ágústsdóttir. Skjámynd/Youtube/Ball State All-Access Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum. Thelma Dís er á sínu öðru ári með Ball State háskólaliðinu og hefur tekið mikið stökk á þessu ári samkvæmt þjálfara sínum. Thelma Dís var með 21 stig á 28 mínútum í lokaleik ársins þar sem Ball State vann 84-49 sigur á Urbana háskólanum. Thelma Dís setti niður fimm þrista í leiknum en móðir hennar, stórskyttan Björg Hafsteinsdóttir, er ein mesta þriggja stiga skyttan í sögu íslenska körfuboltans. The Cardinals close out non-conference action with a victory!!#ChirpChirp | #WeFlypic.twitter.com/0cJuPSlwHE— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 Thelma Dís hitti úr 8 af 13 skotum sínum og var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Thelma Dís er með 10,5 stig, 4,3 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum tímabilsins en í fyrravetur var hún með 9,6 stig, 4,1 frákast og 2,0 stoðsendingar að meðaltali. Leikurinn á móti Urbana er kallaður svokallaður „breakout“ leikur Thelmu á Youtube síðu Ball State og þar er bæði viðtal við þjálfara hennar og hana sjálfa eins og sjá má hér fyrir neðan. Thelma Agustsdottir opens the second quarter with a 3-pointer. pic.twitter.com/tue6aFHP4L— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Ég er farin að setja þá pressu á mig sjálfa að gera meira inn á vellinum og vera ákveðnari,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir í viðtalinu á Youtube síðu skólans, Ball State All-Access. „Hún veit hvað hún á að gera, hún veit vel að hún getur þetta og hún veit að liðið þarf á því að halda að hún taki af skarið,“ sagði þjálfari hennar Brady Sallee. „Ég veit að ég þarf að taka fleiri skot og sjá til þess að andstæðingarnir þurfi að passa mig betur en á síðasta tímabili,“ segir Thelma Dís. Thelma is on pic.twitter.com/II7vCxYtIB— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Á síðasta tímabili var hún meira í fyrirgefðu hugsunarhættinum en núna er hún kominn með meira “swag“ því hún veit að hún er góð. Hún veit að hún er ein af okkar aðalskorurum og við þurfum á hennar stigum að halda,“ sagði Brady Sallee. Þjálfarinn hrósar Thelmu líka fyrir að vera dugleg í lyftingarsalnum en þær æfingar séu að skila sér inn á vellinum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það má sjá umfjöllunina um Thelmu Dís hér fyrir neðan. Körfubolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik Sjá meira
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum. Thelma Dís er á sínu öðru ári með Ball State háskólaliðinu og hefur tekið mikið stökk á þessu ári samkvæmt þjálfara sínum. Thelma Dís var með 21 stig á 28 mínútum í lokaleik ársins þar sem Ball State vann 84-49 sigur á Urbana háskólanum. Thelma Dís setti niður fimm þrista í leiknum en móðir hennar, stórskyttan Björg Hafsteinsdóttir, er ein mesta þriggja stiga skyttan í sögu íslenska körfuboltans. The Cardinals close out non-conference action with a victory!!#ChirpChirp | #WeFlypic.twitter.com/0cJuPSlwHE— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 Thelma Dís hitti úr 8 af 13 skotum sínum og var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Thelma Dís er með 10,5 stig, 4,3 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum tímabilsins en í fyrravetur var hún með 9,6 stig, 4,1 frákast og 2,0 stoðsendingar að meðaltali. Leikurinn á móti Urbana er kallaður svokallaður „breakout“ leikur Thelmu á Youtube síðu Ball State og þar er bæði viðtal við þjálfara hennar og hana sjálfa eins og sjá má hér fyrir neðan. Thelma Agustsdottir opens the second quarter with a 3-pointer. pic.twitter.com/tue6aFHP4L— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Ég er farin að setja þá pressu á mig sjálfa að gera meira inn á vellinum og vera ákveðnari,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir í viðtalinu á Youtube síðu skólans, Ball State All-Access. „Hún veit hvað hún á að gera, hún veit vel að hún getur þetta og hún veit að liðið þarf á því að halda að hún taki af skarið,“ sagði þjálfari hennar Brady Sallee. „Ég veit að ég þarf að taka fleiri skot og sjá til þess að andstæðingarnir þurfi að passa mig betur en á síðasta tímabili,“ segir Thelma Dís. Thelma is on pic.twitter.com/II7vCxYtIB— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Á síðasta tímabili var hún meira í fyrirgefðu hugsunarhættinum en núna er hún kominn með meira “swag“ því hún veit að hún er góð. Hún veit að hún er ein af okkar aðalskorurum og við þurfum á hennar stigum að halda,“ sagði Brady Sallee. Þjálfarinn hrósar Thelmu líka fyrir að vera dugleg í lyftingarsalnum en þær æfingar séu að skila sér inn á vellinum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það má sjá umfjöllunina um Thelmu Dís hér fyrir neðan.
Körfubolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik Sjá meira