Nafn mannsins sem leitað er á Snæfellesnesi Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. janúar 2020 11:45 Andris Kalvans, göngumaðurinn sem er saknað á Snæfellsnesi. Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans. Lögregla biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu. Bíll mannsins fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit á mánudag og þriðjudag við Heydalsveg, í átt að Hrútaborg, á Haffjarðardal, Kaldadal, Kolbeinsstaðafjalli og í Eldborgahrauni. Ekki var leitað í gær, nýársdag. Leitin bar hins vegar ekki árangur en á milli tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn munu halda áfram leit í dag. „Það fara tíu til tuttugu manns á fjall í dag til að fylgja eftir vísbendingum frá sporhundunum. Svo er stefnt að meiri leit á morgun,“ segir Jón Sigurður Ólafsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um ferðir mannsins. „Þær eru frekar takmarkaðar. Það liggur ekki fyrir hvert maðurinn fór eða hvert hann stefndi. Hann virðist ekki hafa skilið eftir neina ferðaáætlun þannig að það er á litlu að byggja,“ segir Jón Sigurður sem biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband við lögreglu. Maðurinn heitir sem fyrr segir Andris Kalvans. Er hann frá Lettlandi en búsettur hér á landi. Hann er vanur fjallgöngumaður og talið er líklegast að hann hafi farið í fjallgöngu. Veður á leitarsvæðinu er að sögn Jóns Sigurðar frekar leiðinlegt en útlitið er skárra á morgun. Þá verður einnig skoðað hvort óskað verði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina en hún flaug yfir í fyrradag í von um að finna merki frá síma Kalvans, án árangurs. Björgunarsveitir Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16 Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans. Lögregla biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu. Bíll mannsins fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit á mánudag og þriðjudag við Heydalsveg, í átt að Hrútaborg, á Haffjarðardal, Kaldadal, Kolbeinsstaðafjalli og í Eldborgahrauni. Ekki var leitað í gær, nýársdag. Leitin bar hins vegar ekki árangur en á milli tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn munu halda áfram leit í dag. „Það fara tíu til tuttugu manns á fjall í dag til að fylgja eftir vísbendingum frá sporhundunum. Svo er stefnt að meiri leit á morgun,“ segir Jón Sigurður Ólafsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um ferðir mannsins. „Þær eru frekar takmarkaðar. Það liggur ekki fyrir hvert maðurinn fór eða hvert hann stefndi. Hann virðist ekki hafa skilið eftir neina ferðaáætlun þannig að það er á litlu að byggja,“ segir Jón Sigurður sem biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband við lögreglu. Maðurinn heitir sem fyrr segir Andris Kalvans. Er hann frá Lettlandi en búsettur hér á landi. Hann er vanur fjallgöngumaður og talið er líklegast að hann hafi farið í fjallgöngu. Veður á leitarsvæðinu er að sögn Jóns Sigurðar frekar leiðinlegt en útlitið er skárra á morgun. Þá verður einnig skoðað hvort óskað verði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina en hún flaug yfir í fyrradag í von um að finna merki frá síma Kalvans, án árangurs.
Björgunarsveitir Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16 Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16
Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51