Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. janúar 2020 13:30 Ég geng inn í nýtt ár í trú á að um okkur muni leika ferskir vindar og ákefðin til að gera enn betur dvíni ekki heldur haldi og styrki okkur og efli hvar í flokki sem við stöndum. Ég trúi því að samvinna og samstaða gefi okkur mest. Skili okkur bestu niðurstöðunni fyrir sem flesta. Ég trúi því að pólitíkina megi færa nær slíku vinnulagi. Samtalinu. Því víst er að verkefnin verða ærin. Við þurfum að sameina krafta okkar hvar í flokki sem við stöndum til að ná árangri í umhverfismálum, stærsta verkefni samtímans. Vinna að frekari velferð og vellíðan ólíkra hópa og hlúa að manneskjunni sem best við getum. Styrkja grunnstoðirnar okkar enn frekar og efla getuna til þess að bregðast við þegar á móti blæs. Ég trúi á að meta krafta ólíkra einstaklinga að verðleikum þegar markmiðið er að gera betur. Og ekki bara betur heldur sem allra best fyrir sem flesta. Það hlýtur alltaf að vera markmið okkar sem gefum kost á okkur til pólitískra starfa. Burt með einstrengingslegar ákvarðanir sem henta afmörkuðum hópum og horfum fremur til framfara samfélagsins í heild. Þannig langar mig að sjá árið 2020 á hinu pólitíska sviði. Að um leið og við virðum ólíkar skoðanir og hlustum getum við metið saman farsæla niðurstöðu í stað þess að hygla einum fremur en öðrum. Hagsmunirnir liggja í almannahagsmunum fremur en sérhagsmunum. Annars ýtum við undir sundurleitt samfélag, samfélag sem þroskast síður og verður af því að fá að vaxa í þágu einstaklinganna sem sannanlega eru þeir sem skapa samfélagið þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar að þoka málum áfram, sjá afrakstur og árangur þeirra vinnu og málefna sem við stöndum fyrir og því sem við viljum leggja af mörkum fyrir samfélagið. Stóra myndin er alltaf mikilvægari en einstök áætlun sérsniðin að ákveðnum hópi. Þar verðum við sem kjörnir fulltrúar að hafa styrk til að stíga ofar, horfa yfir sviðið og taka utan um alla þætti samfélagsins í þágu almennings. Megi árið verða okkur öllum gleðilegt og gjöfult.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ég geng inn í nýtt ár í trú á að um okkur muni leika ferskir vindar og ákefðin til að gera enn betur dvíni ekki heldur haldi og styrki okkur og efli hvar í flokki sem við stöndum. Ég trúi því að samvinna og samstaða gefi okkur mest. Skili okkur bestu niðurstöðunni fyrir sem flesta. Ég trúi því að pólitíkina megi færa nær slíku vinnulagi. Samtalinu. Því víst er að verkefnin verða ærin. Við þurfum að sameina krafta okkar hvar í flokki sem við stöndum til að ná árangri í umhverfismálum, stærsta verkefni samtímans. Vinna að frekari velferð og vellíðan ólíkra hópa og hlúa að manneskjunni sem best við getum. Styrkja grunnstoðirnar okkar enn frekar og efla getuna til þess að bregðast við þegar á móti blæs. Ég trúi á að meta krafta ólíkra einstaklinga að verðleikum þegar markmiðið er að gera betur. Og ekki bara betur heldur sem allra best fyrir sem flesta. Það hlýtur alltaf að vera markmið okkar sem gefum kost á okkur til pólitískra starfa. Burt með einstrengingslegar ákvarðanir sem henta afmörkuðum hópum og horfum fremur til framfara samfélagsins í heild. Þannig langar mig að sjá árið 2020 á hinu pólitíska sviði. Að um leið og við virðum ólíkar skoðanir og hlustum getum við metið saman farsæla niðurstöðu í stað þess að hygla einum fremur en öðrum. Hagsmunirnir liggja í almannahagsmunum fremur en sérhagsmunum. Annars ýtum við undir sundurleitt samfélag, samfélag sem þroskast síður og verður af því að fá að vaxa í þágu einstaklinganna sem sannanlega eru þeir sem skapa samfélagið þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar að þoka málum áfram, sjá afrakstur og árangur þeirra vinnu og málefna sem við stöndum fyrir og því sem við viljum leggja af mörkum fyrir samfélagið. Stóra myndin er alltaf mikilvægari en einstök áætlun sérsniðin að ákveðnum hópi. Þar verðum við sem kjörnir fulltrúar að hafa styrk til að stíga ofar, horfa yfir sviðið og taka utan um alla þætti samfélagsins í þágu almennings. Megi árið verða okkur öllum gleðilegt og gjöfult.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun