Boðar frumvarp um að kristnifræðikennsla verði tekin upp á nýjan leik Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2020 13:51 Birgir Þórarinsson segir skipulaga afkristnun samfélagsins ríkjandi og þeirri öfugþróun sé stýrt af háværum minnihlutahópi. visir/vilhelm Birgir Þórarinsson, guðfræðingur og þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, segist nú vinna að gerð frumvarps þar sem kveðið verður á um að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þetta kom fram í nýársræðu sem hann flutti í Seltjarnarkirkju í gær en Viljinn gerir sér mat úr efni hennar. Birgir vill meina að við lifum á tímum skipulagðrar afkristnunar og af þeirri braut vill hann snúa. „Árið 2008 var hætt að kenna kristnifræði sem sérstakt fag í skólum landsins. Fyrirmælin komu frá þáverandi menntamálaráðherra. Árið 2011 bannaði Reykjavíkurborg Gídeonfélaginu að dreifa Nýja testamentinu í skólum borgarinnar, sem það hafði gert allar götur síðan 1954. Þessari öfugþróun hefur verið stjórnað af háværum minnihluta. Hér þarf að snúa við blaðinu,“ sagði Birgir í ræðu sinni. Þingmaðurinn telur að Kirkjan og kristnir eiga ekki að sitja þögul hjá þegar sótt er að kristinni trú, kristnum gildum og kristinni menningu. „Ég tel mikilvægt að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins og vinn að undirbúningi lagafrumvarps þess efnis. Kristin trú hefur verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi. Saga og menning þjóðarinnar verður ekki á nokkurn hátt skilin án þekkingar á kristinni trú, siðgæði og sögu kristinnar kirkju.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali Bítisins á Bylgjunni við Birgi þann 3. janúar sem hlusta má á hér að neðan. Alþingi Miðflokkurinn Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Birgir Þórarinsson, guðfræðingur og þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, segist nú vinna að gerð frumvarps þar sem kveðið verður á um að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þetta kom fram í nýársræðu sem hann flutti í Seltjarnarkirkju í gær en Viljinn gerir sér mat úr efni hennar. Birgir vill meina að við lifum á tímum skipulagðrar afkristnunar og af þeirri braut vill hann snúa. „Árið 2008 var hætt að kenna kristnifræði sem sérstakt fag í skólum landsins. Fyrirmælin komu frá þáverandi menntamálaráðherra. Árið 2011 bannaði Reykjavíkurborg Gídeonfélaginu að dreifa Nýja testamentinu í skólum borgarinnar, sem það hafði gert allar götur síðan 1954. Þessari öfugþróun hefur verið stjórnað af háværum minnihluta. Hér þarf að snúa við blaðinu,“ sagði Birgir í ræðu sinni. Þingmaðurinn telur að Kirkjan og kristnir eiga ekki að sitja þögul hjá þegar sótt er að kristinni trú, kristnum gildum og kristinni menningu. „Ég tel mikilvægt að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins og vinn að undirbúningi lagafrumvarps þess efnis. Kristin trú hefur verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi. Saga og menning þjóðarinnar verður ekki á nokkurn hátt skilin án þekkingar á kristinni trú, siðgæði og sögu kristinnar kirkju.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali Bítisins á Bylgjunni við Birgi þann 3. janúar sem hlusta má á hér að neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira