Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 12:05 Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, og Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, virðast ætla að leiða nýja ríkisstjórn á Spáni. Vísir/EPA Katalónskir sjálfstæðissinnar á Spánarþingi hafa samþykkt að greiða götu nýrrar ríkisstjórnar með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samsteypustjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarið ár. Sósíalistaflokkurinn vann flest þingsæti í kosningum sem fóru fram í nóvember án þess þó að ná hreinum meirihluta. Þeir náðu fljótt samkomulagi við Við getum um ríkisstjórnarsamstarf en slík stjórn er með minnihluta þingsæta og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka. Vinstri lýðveldissinnar Katalóníu (ERC) er með þrettán sæti á þingi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að með hlutleysi hans og stuðningi annarra vinstriflokka eða baskneskra flokka gæti stjórn Sánchez komist á koppinn. Búist er við því að atkvæði um traust á slíkri ríkisstjórn verði greidd á þingi um helgina og á þriðjudag. Talið er að Sánchez tapi þeirri fyrri þar sem hann þarf stuðning hreins meirihluta þingsins. Í þeirri síðari gæti hann haldið velli þar sem þá þarf aðeins einfaldan meirihluta þingmanna. Að baki vilyrði katalónsku sjálfstæðissinnanna um að verja stjórn Sánchez falli býr loforð sósíalista um að samningaviðræður við katalónsku héraðsstjórnina til að greiða úr pólitískum ágreiningi um framtíð héraðsins. Þær gætu leitt af sér þjóðaratkvæðagreiðslu. Hluti af pólitískum óróa sem hefur ríkt á Spáni undanfarin ár var tilkominn vegna sjálfstæðistilburða katalónsku héraðsstjórnarinnar. Hún hélt meðal annars þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í trássi við vilja landsstjórnarinnar og lýsti yfir sjálfstæði í kjölfarið. Nokkrir leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga fangelsisdóma fyrir aðild sína að þeim aðgerðum í fyrra. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Katalónskir sjálfstæðissinnar á Spánarþingi hafa samþykkt að greiða götu nýrrar ríkisstjórnar með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samsteypustjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarið ár. Sósíalistaflokkurinn vann flest þingsæti í kosningum sem fóru fram í nóvember án þess þó að ná hreinum meirihluta. Þeir náðu fljótt samkomulagi við Við getum um ríkisstjórnarsamstarf en slík stjórn er með minnihluta þingsæta og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka. Vinstri lýðveldissinnar Katalóníu (ERC) er með þrettán sæti á þingi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að með hlutleysi hans og stuðningi annarra vinstriflokka eða baskneskra flokka gæti stjórn Sánchez komist á koppinn. Búist er við því að atkvæði um traust á slíkri ríkisstjórn verði greidd á þingi um helgina og á þriðjudag. Talið er að Sánchez tapi þeirri fyrri þar sem hann þarf stuðning hreins meirihluta þingsins. Í þeirri síðari gæti hann haldið velli þar sem þá þarf aðeins einfaldan meirihluta þingmanna. Að baki vilyrði katalónsku sjálfstæðissinnanna um að verja stjórn Sánchez falli býr loforð sósíalista um að samningaviðræður við katalónsku héraðsstjórnina til að greiða úr pólitískum ágreiningi um framtíð héraðsins. Þær gætu leitt af sér þjóðaratkvæðagreiðslu. Hluti af pólitískum óróa sem hefur ríkt á Spáni undanfarin ár var tilkominn vegna sjálfstæðistilburða katalónsku héraðsstjórnarinnar. Hún hélt meðal annars þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í trássi við vilja landsstjórnarinnar og lýsti yfir sjálfstæði í kjölfarið. Nokkrir leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga fangelsisdóma fyrir aðild sína að þeim aðgerðum í fyrra.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21
Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15
Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53
Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15