Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 12:05 Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, og Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, virðast ætla að leiða nýja ríkisstjórn á Spáni. Vísir/EPA Katalónskir sjálfstæðissinnar á Spánarþingi hafa samþykkt að greiða götu nýrrar ríkisstjórnar með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samsteypustjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarið ár. Sósíalistaflokkurinn vann flest þingsæti í kosningum sem fóru fram í nóvember án þess þó að ná hreinum meirihluta. Þeir náðu fljótt samkomulagi við Við getum um ríkisstjórnarsamstarf en slík stjórn er með minnihluta þingsæta og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka. Vinstri lýðveldissinnar Katalóníu (ERC) er með þrettán sæti á þingi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að með hlutleysi hans og stuðningi annarra vinstriflokka eða baskneskra flokka gæti stjórn Sánchez komist á koppinn. Búist er við því að atkvæði um traust á slíkri ríkisstjórn verði greidd á þingi um helgina og á þriðjudag. Talið er að Sánchez tapi þeirri fyrri þar sem hann þarf stuðning hreins meirihluta þingsins. Í þeirri síðari gæti hann haldið velli þar sem þá þarf aðeins einfaldan meirihluta þingmanna. Að baki vilyrði katalónsku sjálfstæðissinnanna um að verja stjórn Sánchez falli býr loforð sósíalista um að samningaviðræður við katalónsku héraðsstjórnina til að greiða úr pólitískum ágreiningi um framtíð héraðsins. Þær gætu leitt af sér þjóðaratkvæðagreiðslu. Hluti af pólitískum óróa sem hefur ríkt á Spáni undanfarin ár var tilkominn vegna sjálfstæðistilburða katalónsku héraðsstjórnarinnar. Hún hélt meðal annars þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í trássi við vilja landsstjórnarinnar og lýsti yfir sjálfstæði í kjölfarið. Nokkrir leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga fangelsisdóma fyrir aðild sína að þeim aðgerðum í fyrra. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Katalónskir sjálfstæðissinnar á Spánarþingi hafa samþykkt að greiða götu nýrrar ríkisstjórnar með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samsteypustjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarið ár. Sósíalistaflokkurinn vann flest þingsæti í kosningum sem fóru fram í nóvember án þess þó að ná hreinum meirihluta. Þeir náðu fljótt samkomulagi við Við getum um ríkisstjórnarsamstarf en slík stjórn er með minnihluta þingsæta og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka. Vinstri lýðveldissinnar Katalóníu (ERC) er með þrettán sæti á þingi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að með hlutleysi hans og stuðningi annarra vinstriflokka eða baskneskra flokka gæti stjórn Sánchez komist á koppinn. Búist er við því að atkvæði um traust á slíkri ríkisstjórn verði greidd á þingi um helgina og á þriðjudag. Talið er að Sánchez tapi þeirri fyrri þar sem hann þarf stuðning hreins meirihluta þingsins. Í þeirri síðari gæti hann haldið velli þar sem þá þarf aðeins einfaldan meirihluta þingmanna. Að baki vilyrði katalónsku sjálfstæðissinnanna um að verja stjórn Sánchez falli býr loforð sósíalista um að samningaviðræður við katalónsku héraðsstjórnina til að greiða úr pólitískum ágreiningi um framtíð héraðsins. Þær gætu leitt af sér þjóðaratkvæðagreiðslu. Hluti af pólitískum óróa sem hefur ríkt á Spáni undanfarin ár var tilkominn vegna sjálfstæðistilburða katalónsku héraðsstjórnarinnar. Hún hélt meðal annars þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í trássi við vilja landsstjórnarinnar og lýsti yfir sjálfstæði í kjölfarið. Nokkrir leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga fangelsisdóma fyrir aðild sína að þeim aðgerðum í fyrra.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21
Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15
Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53
Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15