Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 15:45 Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að meint árás sem Soleimani á að hafa haft á prjónunum hefði ógnað lífum Bandaríkjamanna og múslima í Miðausturlöndum. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrðir að Bandaríkjastjórn hafi ákveðið að ráða Qassem Soleimani, yfirmann sérsveita íranska byltingarvarðarins, af dögum til að koma í veg fyrir „yfirvofandi árás“ sem hefði sett bandaríska borgara í Miðausturlöndum í hættu. Donald Trump forseti tísti um að Soleimani hefði átt að drepa fyrir löngu. Soleimani og fimm aðrir, þar á meðal leiðtogi íraskrar hersveitar, lét lífið í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest hans á flugvelli í Bagdad í nótt. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum fyrir Soleimani sem einn valdamesti maðurinn í Íran og náinn Æjatolla Khameini æðstaklerki. Pompeo réttlæti morðið í viðtalið við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag og sagði ákvörðunina hafa verið byggða „mati á grundvelli leyniþjónustuupplýsinga“. Hann vildi þó ekki ræða nánar um árásirnar sem Soleimani átti að hafa lagt á ráðin um en að nauðsynlegt hafi verið að drepa hann í gærkvöldi til að stöðva þær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann lagði á ráðin um að grípa til aðgerða á svæðinu, stórra aðgerða eins og hann lýsti þeim, sem hefðu sett tugi ef ekki hundruð bandarískra lífa í hættu. Við vitum að hún var yfirvofandi,“ fullyrti Pompeo sem hélt því einnig fram á Twitter að Bandaríkjastjórn legði áherslu á að draga úr spennu. Trump forseti hefur ekki mikið tjáð sig um morðið á Soleimani. Nú um miðjan dag sendi forsetinn frá sér tvö tíst þar sem hann sakaði herforingjann um að bera ábyrgð á dauða eða örkumlun þúsunda Bandaríkjamanna yfir lengri tíma. Soleimani hafi lagt á ráðin um að myrða enn fleiri en hafi verið gómaður. „Það hefði átt að taka hann úr umferð fyrir mörgum árum!“ tísti Bandaríkjaforseti. ....of PROTESTERS killed in Iran itself. While Iran will never be able to properly admit it, Soleimani was both hated and feared within the country. They are not nearly as saddened as the leaders will let the outside world believe. He should have been taken out many years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 3, 2020 Repúblikanar hafa fagnað ákvörðun Trump um að ráða Soleimani af dögum en demókratar hafa lýst efasemdum um það hafi verið rétt, þrátt fyrir að Soleimani hefði mörg líf á samviskunni. Max Rose, fulltrúadeildarþingmaður demókrata og fyrrverandi hermaður, sagðist þannig vilja frekar upplýsingar um leyniþjónustuupplýsingarnar sem leiddu til aðgerðarinnar og hversu aðsteðjandi árás á að hafa verið. Þá sagðist hann vilja vita hvernig ríkisstjórnin hefði búið sig undir viðbrögð íranskra stjórnvalda. Erlendir leiðtogar hafa hvatt til stillingar. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa djúpar áhyggjur af þróun mála. Heimsbyggðin hafi ekki efni á annarri styrjöld við Persaflóa. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, eins helsta bandalagsríkis Írana fordæmdi morðið í símtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands í dag. Varaði hann við að aðgerðin gæti ýft upp ástandið í heimshlutanum á alvarlegan hátt. Rússneska varnarmálaráðuneytið lofaði einnig þátt Soleimani í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Sýrlandi og Írak. Stjórnvöld í Írak og Tyrklandi hafa einnig fordæmt aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrðir að Bandaríkjastjórn hafi ákveðið að ráða Qassem Soleimani, yfirmann sérsveita íranska byltingarvarðarins, af dögum til að koma í veg fyrir „yfirvofandi árás“ sem hefði sett bandaríska borgara í Miðausturlöndum í hættu. Donald Trump forseti tísti um að Soleimani hefði átt að drepa fyrir löngu. Soleimani og fimm aðrir, þar á meðal leiðtogi íraskrar hersveitar, lét lífið í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest hans á flugvelli í Bagdad í nótt. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum fyrir Soleimani sem einn valdamesti maðurinn í Íran og náinn Æjatolla Khameini æðstaklerki. Pompeo réttlæti morðið í viðtalið við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag og sagði ákvörðunina hafa verið byggða „mati á grundvelli leyniþjónustuupplýsinga“. Hann vildi þó ekki ræða nánar um árásirnar sem Soleimani átti að hafa lagt á ráðin um en að nauðsynlegt hafi verið að drepa hann í gærkvöldi til að stöðva þær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann lagði á ráðin um að grípa til aðgerða á svæðinu, stórra aðgerða eins og hann lýsti þeim, sem hefðu sett tugi ef ekki hundruð bandarískra lífa í hættu. Við vitum að hún var yfirvofandi,“ fullyrti Pompeo sem hélt því einnig fram á Twitter að Bandaríkjastjórn legði áherslu á að draga úr spennu. Trump forseti hefur ekki mikið tjáð sig um morðið á Soleimani. Nú um miðjan dag sendi forsetinn frá sér tvö tíst þar sem hann sakaði herforingjann um að bera ábyrgð á dauða eða örkumlun þúsunda Bandaríkjamanna yfir lengri tíma. Soleimani hafi lagt á ráðin um að myrða enn fleiri en hafi verið gómaður. „Það hefði átt að taka hann úr umferð fyrir mörgum árum!“ tísti Bandaríkjaforseti. ....of PROTESTERS killed in Iran itself. While Iran will never be able to properly admit it, Soleimani was both hated and feared within the country. They are not nearly as saddened as the leaders will let the outside world believe. He should have been taken out many years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 3, 2020 Repúblikanar hafa fagnað ákvörðun Trump um að ráða Soleimani af dögum en demókratar hafa lýst efasemdum um það hafi verið rétt, þrátt fyrir að Soleimani hefði mörg líf á samviskunni. Max Rose, fulltrúadeildarþingmaður demókrata og fyrrverandi hermaður, sagðist þannig vilja frekar upplýsingar um leyniþjónustuupplýsingarnar sem leiddu til aðgerðarinnar og hversu aðsteðjandi árás á að hafa verið. Þá sagðist hann vilja vita hvernig ríkisstjórnin hefði búið sig undir viðbrögð íranskra stjórnvalda. Erlendir leiðtogar hafa hvatt til stillingar. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa djúpar áhyggjur af þróun mála. Heimsbyggðin hafi ekki efni á annarri styrjöld við Persaflóa. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, eins helsta bandalagsríkis Írana fordæmdi morðið í símtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands í dag. Varaði hann við að aðgerðin gæti ýft upp ástandið í heimshlutanum á alvarlegan hátt. Rússneska varnarmálaráðuneytið lofaði einnig þátt Soleimani í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Sýrlandi og Írak. Stjórnvöld í Írak og Tyrklandi hafa einnig fordæmt aðgerðir Bandaríkjastjórnar.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00
Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30