Innlent

Lægðin á þriðju­dag með „allra dýpstu lægðum“ og færir með sér mikinn vestan­hvell

Eiður Þór Árnason skrifar
Gera má ráð fyrir að mikið hvassviðri fylgi lægðinni.
Gera má ráð fyrir að mikið hvassviðri fylgi lægðinni. Vísir/vilhelm

Reikna má með því að lægð sem gengur yfir landið á þriðjudag verði „með allra dýpstu lægðum“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun.

Á morgun spáir Veðurstofan hvassviðri eða stormi, 15 til 23 metrum á sekúndu á Austfjörðum og Suðausturlandi með staðbundnum vindhviðum sem geti náð 30 til 35 metrum á sekúndu.

Sjá einnig: Þrjár lægðir á leiðinni til landsins

Einar segir í samtali við Vísi að lægðin sem komi í kjölfarið sé öllu verri vegna dýptar hennar og að reikna megi fastlega með því að frekari veðurviðvaranir verði gefnar út þegar nær dregur vegna hvassviðris.

„Það er aðallega verið að horfa til þess að það geti orðið mjög hvasst og sérstaklega á eftir lægðinni á þriðjudag.“

Í færslu sinni á veðurvefnum Bliku segir Einar að ef spár gangi eftir skelli á „mikill vestanhvellur sunnan lægðarmiðjunnar þar sem kalt loftið vestan að þrengir sér undir mildara loft við miðju lægðarinnar.“

„Hins vegar er ekki enn sem komið er að sjá að verulega hvasst verði á undan skilum lægðarinnar.“ Þó segir hann að það muni vissulega hvessa.


Tengdar fréttir

„Óveður fram á kvöld“

Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×