Tyrkir senda herlið til Líbíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 23:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/Getty Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. Tyrkneska þingið samþykkti í síðustu viku að senda herlið á vegum ríkisins til Líbíu. Sveitum Tyrkja er ætlað að veita ríkisstjórn Líbíu, sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, stuðning í baráttu gegn uppreisnarhópum, en borgarastyrjöld hefur geisað í Líbíu frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli, og hann myrtur, árið 2011. Líbísk stjórnvöld hafa að undanförnu staðið í átökum við uppreisnarhópa á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, en sveitir hans hafa aðsetur í austurhluta landsins, líkt og hann sjálfur. Haftar nýtur stuðnings Egyptalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en ríkisstjórn Líbíu hefur Tyrki og Katara á bak við sig. Að undanförnu hafa uppreisnarmenn reynt að ná höfuðborginni Trípólí á sitt vald, en síðast í gær var gerð loftárás á herskóla í borginni, þar sem tugir féllu. Talið er að uppreisnarsveitir Haftar hafi staðið á bak við þá árás, en þær neita þó sök. Stjórnvöld í Ísrael, Grikklandi og á Kýpur hafa öll lagst gegn þátttöku Tyrkja í aðgerðum í Líbíu. Þau segja að hernaðarbrölt Tyrkja gæti dregið úr stöðugleika á svæðinu, og að það væri mögulega í trássi við hernaðarbann Sameinuðu þjóðanna. Tyrknesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um umfang þess stuðnings sem ríkið hyggst veita líbískum stjórnvöldum í baráttu sinni. Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. Tyrkneska þingið samþykkti í síðustu viku að senda herlið á vegum ríkisins til Líbíu. Sveitum Tyrkja er ætlað að veita ríkisstjórn Líbíu, sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, stuðning í baráttu gegn uppreisnarhópum, en borgarastyrjöld hefur geisað í Líbíu frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli, og hann myrtur, árið 2011. Líbísk stjórnvöld hafa að undanförnu staðið í átökum við uppreisnarhópa á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, en sveitir hans hafa aðsetur í austurhluta landsins, líkt og hann sjálfur. Haftar nýtur stuðnings Egyptalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en ríkisstjórn Líbíu hefur Tyrki og Katara á bak við sig. Að undanförnu hafa uppreisnarmenn reynt að ná höfuðborginni Trípólí á sitt vald, en síðast í gær var gerð loftárás á herskóla í borginni, þar sem tugir féllu. Talið er að uppreisnarsveitir Haftar hafi staðið á bak við þá árás, en þær neita þó sök. Stjórnvöld í Ísrael, Grikklandi og á Kýpur hafa öll lagst gegn þátttöku Tyrkja í aðgerðum í Líbíu. Þau segja að hernaðarbrölt Tyrkja gæti dregið úr stöðugleika á svæðinu, og að það væri mögulega í trássi við hernaðarbann Sameinuðu þjóðanna. Tyrknesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um umfang þess stuðnings sem ríkið hyggst veita líbískum stjórnvöldum í baráttu sinni.
Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24