Tyrkir senda herlið til Líbíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 23:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/Getty Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. Tyrkneska þingið samþykkti í síðustu viku að senda herlið á vegum ríkisins til Líbíu. Sveitum Tyrkja er ætlað að veita ríkisstjórn Líbíu, sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, stuðning í baráttu gegn uppreisnarhópum, en borgarastyrjöld hefur geisað í Líbíu frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli, og hann myrtur, árið 2011. Líbísk stjórnvöld hafa að undanförnu staðið í átökum við uppreisnarhópa á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, en sveitir hans hafa aðsetur í austurhluta landsins, líkt og hann sjálfur. Haftar nýtur stuðnings Egyptalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en ríkisstjórn Líbíu hefur Tyrki og Katara á bak við sig. Að undanförnu hafa uppreisnarmenn reynt að ná höfuðborginni Trípólí á sitt vald, en síðast í gær var gerð loftárás á herskóla í borginni, þar sem tugir féllu. Talið er að uppreisnarsveitir Haftar hafi staðið á bak við þá árás, en þær neita þó sök. Stjórnvöld í Ísrael, Grikklandi og á Kýpur hafa öll lagst gegn þátttöku Tyrkja í aðgerðum í Líbíu. Þau segja að hernaðarbrölt Tyrkja gæti dregið úr stöðugleika á svæðinu, og að það væri mögulega í trássi við hernaðarbann Sameinuðu þjóðanna. Tyrknesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um umfang þess stuðnings sem ríkið hyggst veita líbískum stjórnvöldum í baráttu sinni. Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. Tyrkneska þingið samþykkti í síðustu viku að senda herlið á vegum ríkisins til Líbíu. Sveitum Tyrkja er ætlað að veita ríkisstjórn Líbíu, sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, stuðning í baráttu gegn uppreisnarhópum, en borgarastyrjöld hefur geisað í Líbíu frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli, og hann myrtur, árið 2011. Líbísk stjórnvöld hafa að undanförnu staðið í átökum við uppreisnarhópa á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, en sveitir hans hafa aðsetur í austurhluta landsins, líkt og hann sjálfur. Haftar nýtur stuðnings Egyptalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en ríkisstjórn Líbíu hefur Tyrki og Katara á bak við sig. Að undanförnu hafa uppreisnarmenn reynt að ná höfuðborginni Trípólí á sitt vald, en síðast í gær var gerð loftárás á herskóla í borginni, þar sem tugir féllu. Talið er að uppreisnarsveitir Haftar hafi staðið á bak við þá árás, en þær neita þó sök. Stjórnvöld í Ísrael, Grikklandi og á Kýpur hafa öll lagst gegn þátttöku Tyrkja í aðgerðum í Líbíu. Þau segja að hernaðarbrölt Tyrkja gæti dregið úr stöðugleika á svæðinu, og að það væri mögulega í trássi við hernaðarbann Sameinuðu þjóðanna. Tyrknesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um umfang þess stuðnings sem ríkið hyggst veita líbískum stjórnvöldum í baráttu sinni.
Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24