Markvörðurinn sem fékk á sig eitt frægasta mark fótboltasögunnar er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 13:45 Hans Tilkowski reynir að verja skot Geoff Hurst í úrslitaleik HM árið 1966. Boltinn fór í slána og niður. Línuvörðurinn dæmdi hann inni. Getty/Tony Triolo Hans Tilkowski, fyrrum markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 84 ára gamall. Hans Tilkowski er kannski þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Þar skoraði Geoff Hurst þrennu í úrslitaleiknum en eitt markanna er eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Hurst átti þá skot í slánna og niður í stöðunni 2-2 í framlengingu en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi hins vegar mark og Englendingar unnu 4-2. Geoff Hurst minntist Hans Tilkowski í færslu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Very sad to receive a call earlier to let me know that Germany's goalkeeper from 66 World Cup, Hans Tilkowski, has died. Terrific player for his club, Borussia Dortmund, and country and a very fine man, I very much enjoyed the time we spent together over the years. pic.twitter.com/Phkj1doWso— Sir Geoff Hurst (@TheGeoffHurst) January 6, 2020 Þetta var 38. landsleikur Hans Tilkowski en hann spilaði aðeins einn landsleik í viðbót og kom hann í 6-0 sigri á Albaníu í apríl árið eftir. Tilkowski var elsti leikmaður þýska landsliðsins í þessum úrslitaleik þá 31 árs. Hans Tilkowski spilaði allan sinn feril í Vestur-Þýskalandi með liðum Westfalia Herne, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt. Hann varð Evrópumeistari bikarhafa með Dortmund vorið 1966 og þýskur bikarmeistari árið á undan. Hans Tilkowski reyndi líka fyrir sér þjálfari og stýrði liðum eins og Nürnberg, Werder Bremen og AEK Aþena. Hann hætti þjálfun árið 1981. Martin Peters sem skoraði líka hjá Hans Tilkowski í úrslitaleiknum á HM 1966 féll 21. desember síðastliðinn. Einn af 39 landsleikjum Hans Tilkowski kom á Laugardalsvelli þegar Vestur-Þýskaland vann 5-0 sigur á íslenska landsliðinu 3. ágúst 1960. Það má sjá þrennuna hans Geoff Hurst hér fyrir neðan. Andlát HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira
Hans Tilkowski, fyrrum markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 84 ára gamall. Hans Tilkowski er kannski þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Þar skoraði Geoff Hurst þrennu í úrslitaleiknum en eitt markanna er eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Hurst átti þá skot í slánna og niður í stöðunni 2-2 í framlengingu en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi hins vegar mark og Englendingar unnu 4-2. Geoff Hurst minntist Hans Tilkowski í færslu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Very sad to receive a call earlier to let me know that Germany's goalkeeper from 66 World Cup, Hans Tilkowski, has died. Terrific player for his club, Borussia Dortmund, and country and a very fine man, I very much enjoyed the time we spent together over the years. pic.twitter.com/Phkj1doWso— Sir Geoff Hurst (@TheGeoffHurst) January 6, 2020 Þetta var 38. landsleikur Hans Tilkowski en hann spilaði aðeins einn landsleik í viðbót og kom hann í 6-0 sigri á Albaníu í apríl árið eftir. Tilkowski var elsti leikmaður þýska landsliðsins í þessum úrslitaleik þá 31 árs. Hans Tilkowski spilaði allan sinn feril í Vestur-Þýskalandi með liðum Westfalia Herne, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt. Hann varð Evrópumeistari bikarhafa með Dortmund vorið 1966 og þýskur bikarmeistari árið á undan. Hans Tilkowski reyndi líka fyrir sér þjálfari og stýrði liðum eins og Nürnberg, Werder Bremen og AEK Aþena. Hann hætti þjálfun árið 1981. Martin Peters sem skoraði líka hjá Hans Tilkowski í úrslitaleiknum á HM 1966 féll 21. desember síðastliðinn. Einn af 39 landsleikjum Hans Tilkowski kom á Laugardalsvelli þegar Vestur-Þýskaland vann 5-0 sigur á íslenska landsliðinu 3. ágúst 1960. Það má sjá þrennuna hans Geoff Hurst hér fyrir neðan.
Andlát HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira