Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 14:21 Biden skautaði algerlega fram hjá því að hann studdi Íraksstríðið á sínum tíma þegar hann ræddi við kjósanda í Des Moines í Iowa á laugardag. AP/Charlie Neibergall Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira