Foreldrar Jozefs litla fá sex milljarða í bætur frá IKEA Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 07:52 Frá blaðamannafundi vegna málsins í gær. Vísir/AP IKEA í Bandaríkjunum mun greiða foreldrum drengs, sem lést þegar IKEA-kommóða féll á hann fyrir þremur árum, 46 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa sex milljarða íslenskra króna, vegna málsins.Sjá einnig: Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Joleen og Craig Dudek stefndu IKEA árið 2018 vegna andláts sonar síns, Jozefs. Jozef var tveggja ára þegar hann varð undir kommóðu af gerðinni MALM og lést af sárum sínum. Hann er sagður hafa hálsbrotnað og svo kafnað undir kommóðunni. Forsvarsmenn IKEA sögðu í yfirlýsingu að þeir séu þakklátir fyrir það að sátt hafi náðst í málinu. Fyrirtækið sé staðráðið í því að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. „Enn og aftur vottum við [fjölskyldunni] dýpstu samúð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt CBS um málið er haft eftir lögmönnum að um sé að ræða hæstu upphæð sem greidd hefur verið í máli sem þessu. Banaslys af völdum Malm-kommóða hafa verið nokkuð tíð en í frétt CBS segir að tíu dauðsföll tengd kommóðunum hafi verið skráð síðustu ár. IKEA í Bandaríkjunum innkallaði 29 milljónir MALM-kommóða vegna slysanna árið 2016 og hætti um leið sölu á kommóðunum í landinu. Sama ár samdi húsgagnarisinn við þrjár bandarískar fjölskyldur um greiðslu 50 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur eftir að þrjú börn létust í banaslysum tengdum Malm-kommóðum. Upphæðinni var deilt á milli fjölskyldnanna þriggja. Bandaríkin IKEA Tengdar fréttir Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30 IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
IKEA í Bandaríkjunum mun greiða foreldrum drengs, sem lést þegar IKEA-kommóða féll á hann fyrir þremur árum, 46 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa sex milljarða íslenskra króna, vegna málsins.Sjá einnig: Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Joleen og Craig Dudek stefndu IKEA árið 2018 vegna andláts sonar síns, Jozefs. Jozef var tveggja ára þegar hann varð undir kommóðu af gerðinni MALM og lést af sárum sínum. Hann er sagður hafa hálsbrotnað og svo kafnað undir kommóðunni. Forsvarsmenn IKEA sögðu í yfirlýsingu að þeir séu þakklátir fyrir það að sátt hafi náðst í málinu. Fyrirtækið sé staðráðið í því að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. „Enn og aftur vottum við [fjölskyldunni] dýpstu samúð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt CBS um málið er haft eftir lögmönnum að um sé að ræða hæstu upphæð sem greidd hefur verið í máli sem þessu. Banaslys af völdum Malm-kommóða hafa verið nokkuð tíð en í frétt CBS segir að tíu dauðsföll tengd kommóðunum hafi verið skráð síðustu ár. IKEA í Bandaríkjunum innkallaði 29 milljónir MALM-kommóða vegna slysanna árið 2016 og hætti um leið sölu á kommóðunum í landinu. Sama ár samdi húsgagnarisinn við þrjár bandarískar fjölskyldur um greiðslu 50 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur eftir að þrjú börn létust í banaslysum tengdum Malm-kommóðum. Upphæðinni var deilt á milli fjölskyldnanna þriggja.
Bandaríkin IKEA Tengdar fréttir Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30 IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30
IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18