Joker, geðheilbrigðisþjónusta og frjáls vilji Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 7. janúar 2020 12:00 Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun