Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. janúar 2020 18:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. Atburðirnir í nótt voru svar við morði Bandaríkjanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja Quds-hersveita íranska byltingavarðliðsins og einum valdamesta manni landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad sem var svo aftur svar við loftárás Bandaríkjamanna á Hezbollah í Írak. Svo mætti lengi áfram halda enda hefur þessi keðjuverkun undið upp á sig allhressilega, í raun frá því Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig frá kjarnorkusamningi stórvelda heimsins við Íran árið 2018. Allt var á suðupunkti eftir drápið á Soleimani og óttuðust margir um að stríð væri yfirvofandi. Svarið kom eins og áður segir í nótt og sögðu írönsk stjórnvöld að von væri á frekari aðgerðum ef Bandaríkin gerðu gagnárás. Ítrekuðu jafnframt þá afstöðu sína að bandaríski herinn yrði að hörfa frá Mið-Austurlöndum. En mannfall í nótt var ekkert og Trump tilkynnti ekki um frekari árásir í ávarpi sínu í dag. Sagði þó að stjórnvöld væru enn að fara yfir alla möguleika og að bandaríski herinn væri afar öflugur. „Svo virðist sem Íran ætli að bakka, sem er gott fyrir alla hlutaðeigandi og afar gott fyrir heimsbyggðina.“ Forsetinn varði drjúgum hluta ávarpsins í að gagnrýna fyrrnefndan kjarnorkusamning og hvatti aðildarríki hans til þess að koma aftur að borðinu og semja upp á nýtt. Hann kallaði einnig eftir því að Atlantshafsbandalagið leiki stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Íran Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. Atburðirnir í nótt voru svar við morði Bandaríkjanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja Quds-hersveita íranska byltingavarðliðsins og einum valdamesta manni landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad sem var svo aftur svar við loftárás Bandaríkjamanna á Hezbollah í Írak. Svo mætti lengi áfram halda enda hefur þessi keðjuverkun undið upp á sig allhressilega, í raun frá því Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig frá kjarnorkusamningi stórvelda heimsins við Íran árið 2018. Allt var á suðupunkti eftir drápið á Soleimani og óttuðust margir um að stríð væri yfirvofandi. Svarið kom eins og áður segir í nótt og sögðu írönsk stjórnvöld að von væri á frekari aðgerðum ef Bandaríkin gerðu gagnárás. Ítrekuðu jafnframt þá afstöðu sína að bandaríski herinn yrði að hörfa frá Mið-Austurlöndum. En mannfall í nótt var ekkert og Trump tilkynnti ekki um frekari árásir í ávarpi sínu í dag. Sagði þó að stjórnvöld væru enn að fara yfir alla möguleika og að bandaríski herinn væri afar öflugur. „Svo virðist sem Íran ætli að bakka, sem er gott fyrir alla hlutaðeigandi og afar gott fyrir heimsbyggðina.“ Forsetinn varði drjúgum hluta ávarpsins í að gagnrýna fyrrnefndan kjarnorkusamning og hvatti aðildarríki hans til þess að koma aftur að borðinu og semja upp á nýtt. Hann kallaði einnig eftir því að Atlantshafsbandalagið leiki stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Íran Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira