Lýsir fyrirhugaðri uppbyggingu í Skálafelli og Bláfjöllum sem algjörri byltingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 23:50 Svona mun Bláfjallasvæðið líta út árið 2024 eftir uppbygginguna. grafík/stöð 2 „Þetta eru mjög ánægjuleg tímamót. Við höfum rekist á ótal hindranir. Í raun hófum við þetta ferli 2010 og þetta er búið að vera einhvers staðar í kerfinu síðan þá.“ Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, en síðastliðinn mánudag samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Framkvæmdaleyfið fer síðan fyrir bæjarstjórn Kópavogs í næstu viku og síðan í umsagnarferli í fjórar vikur. Komi engar kærur fram er hægt að fara í útboð á fyrsta fasa uppbyggingarinnar í byrjun febrúar. Magnús segir að þá verði boðnar út tvær nýjar stólalyftur og tveir áfangar í snjóframleiðslu en í öllu ferlinu er gert ráð fyrir þremur áföngum í snjóframleiðslu og alls fjórum nýjum stólalyftum og tveimur diskalyftum. Annað útboð fer svo fljótlega af stað, einnig á stólalyftum, en Magnús segir það annars eðlis. Í útboðinu nú sé gert ráð fyrir nýjum stólalyftum en í seinna útboðinu er gert ráð fyrir notuðum lyftum. Lítil sem engin uppbygging í fimmtán ár Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012 en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, fjallaði um fyrirhugaða uppbygginu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar kom meðal annars fram að fyrir jól hafi legið fyrir ítarlega útfærð og staðfest aðgerðar og framkvæmdaáætlun vegna mótvægisaðgerða til að tryggja vatnsvernd á svæðinu. Kærur vegna umhverfismála hafi því verið dregnar til baka, en krafa um að framkvæmdirnar færu í umhverfismat eru á meðal þess sem hafa tafið uppbygginguna að sögn Magnúsar. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2 „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur látið uppfæra kostnaðarmat og framkvæmdaáætlanir og fyrir liggja drög að viðaukasamningi á þeim grundvelli sem fer til samþykktar sveitarfélaganna. Á mánudaginn sl. samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi vegna málsins sem nú fer til staðfestingar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Ný framkvæmdaáætlun felur í sér að ráðist verður í snjóframleiðslu í Bláfjöllum á þessu ári og í Skálafelli árið 2022. Á þessi ári verður einnig fjárfest í nýrri lyftu í Bláfjöllum (Gosa) og 2022 nýrri Drottningu. Í báðum tilvikum verður um breytta legu þeirra að ræða (sjá mynd). Þá bætist við stólalyfta í Eldborgargil við lok framkvæmdatímans ásamt nýrri toglyftu úr Kerlingardal. Stólalyfta í Skálafelli verður endurnýjuð 2021. Alls hljóðar fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunin upp á rúma fjóra milljarða sem dreifast á árin 2020-2025,“ segir í Facebook-færslu borgarstjóra. Áætlun sem nær til ársins 2030 Uppbyggingaráætlunin nær allt til ársins 2030 en Magnús segir að ákveðið hafi verið að forgangsraða verkefninu með þessum hætti nú. „Svo á árunum 2025 til 2030 erum við að tala um skála á sitthvoru svæðinu, topplyftu í Skálafelli og síðasta áfangann í snjóframleiðslu,“ segir Magnús. Magnús segir uppbygginguna sem farið verður í nú algjöra byltingu á skíðasvæðunum. „Ég myndi segja að þetta væri bara alger gerbylting. Því við sjáum það bara að fólk er orðið svo góðu vant. Við erum náttúrulega búin að vera með kónginn sem er búinn að reynast okkur alveg ótrúlega vel. Hann fer hratt og með fjóra í stól. Þegar Kóngurinn lokar og við reynum að keyra Drottninguna til vara þá kemur fólk til baka og vill fá endurgreitt. Það er bara hætt að líta á þessar gömlu lyftur sem valmöguleika,“ segir Magnús. Þetta muni gjörbreytast með nýjum lyftum. Mosfellsbær Reykjavík Skíðasvæði Tengdar fréttir Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Forstöðumaður hjá Veitum varar við fyrirhugaðri uppbyggingu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og frekari rannsókna sé þörf á þeim áhrifum sem hugsanleg mengunarslys geti haft á vatnsból höfuðborgarinnar. 29. maí 2019 06:45 Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. 1. júní 2019 04:00 Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Gætu hafist handa við að koma upp nýjum búnaði í Bláfjöllum næsta sumar gangi allt að óskum. Þrjár nýjar lyftur eru á teikniborðinu auk tækja til snjóframleiðslu. 3. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
„Þetta eru mjög ánægjuleg tímamót. Við höfum rekist á ótal hindranir. Í raun hófum við þetta ferli 2010 og þetta er búið að vera einhvers staðar í kerfinu síðan þá.“ Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, en síðastliðinn mánudag samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Framkvæmdaleyfið fer síðan fyrir bæjarstjórn Kópavogs í næstu viku og síðan í umsagnarferli í fjórar vikur. Komi engar kærur fram er hægt að fara í útboð á fyrsta fasa uppbyggingarinnar í byrjun febrúar. Magnús segir að þá verði boðnar út tvær nýjar stólalyftur og tveir áfangar í snjóframleiðslu en í öllu ferlinu er gert ráð fyrir þremur áföngum í snjóframleiðslu og alls fjórum nýjum stólalyftum og tveimur diskalyftum. Annað útboð fer svo fljótlega af stað, einnig á stólalyftum, en Magnús segir það annars eðlis. Í útboðinu nú sé gert ráð fyrir nýjum stólalyftum en í seinna útboðinu er gert ráð fyrir notuðum lyftum. Lítil sem engin uppbygging í fimmtán ár Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012 en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, fjallaði um fyrirhugaða uppbygginu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar kom meðal annars fram að fyrir jól hafi legið fyrir ítarlega útfærð og staðfest aðgerðar og framkvæmdaáætlun vegna mótvægisaðgerða til að tryggja vatnsvernd á svæðinu. Kærur vegna umhverfismála hafi því verið dregnar til baka, en krafa um að framkvæmdirnar færu í umhverfismat eru á meðal þess sem hafa tafið uppbygginguna að sögn Magnúsar. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2 „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur látið uppfæra kostnaðarmat og framkvæmdaáætlanir og fyrir liggja drög að viðaukasamningi á þeim grundvelli sem fer til samþykktar sveitarfélaganna. Á mánudaginn sl. samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi vegna málsins sem nú fer til staðfestingar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Ný framkvæmdaáætlun felur í sér að ráðist verður í snjóframleiðslu í Bláfjöllum á þessu ári og í Skálafelli árið 2022. Á þessi ári verður einnig fjárfest í nýrri lyftu í Bláfjöllum (Gosa) og 2022 nýrri Drottningu. Í báðum tilvikum verður um breytta legu þeirra að ræða (sjá mynd). Þá bætist við stólalyfta í Eldborgargil við lok framkvæmdatímans ásamt nýrri toglyftu úr Kerlingardal. Stólalyfta í Skálafelli verður endurnýjuð 2021. Alls hljóðar fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunin upp á rúma fjóra milljarða sem dreifast á árin 2020-2025,“ segir í Facebook-færslu borgarstjóra. Áætlun sem nær til ársins 2030 Uppbyggingaráætlunin nær allt til ársins 2030 en Magnús segir að ákveðið hafi verið að forgangsraða verkefninu með þessum hætti nú. „Svo á árunum 2025 til 2030 erum við að tala um skála á sitthvoru svæðinu, topplyftu í Skálafelli og síðasta áfangann í snjóframleiðslu,“ segir Magnús. Magnús segir uppbygginguna sem farið verður í nú algjöra byltingu á skíðasvæðunum. „Ég myndi segja að þetta væri bara alger gerbylting. Því við sjáum það bara að fólk er orðið svo góðu vant. Við erum náttúrulega búin að vera með kónginn sem er búinn að reynast okkur alveg ótrúlega vel. Hann fer hratt og með fjóra í stól. Þegar Kóngurinn lokar og við reynum að keyra Drottninguna til vara þá kemur fólk til baka og vill fá endurgreitt. Það er bara hætt að líta á þessar gömlu lyftur sem valmöguleika,“ segir Magnús. Þetta muni gjörbreytast með nýjum lyftum.
Mosfellsbær Reykjavík Skíðasvæði Tengdar fréttir Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Forstöðumaður hjá Veitum varar við fyrirhugaðri uppbyggingu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og frekari rannsókna sé þörf á þeim áhrifum sem hugsanleg mengunarslys geti haft á vatnsból höfuðborgarinnar. 29. maí 2019 06:45 Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. 1. júní 2019 04:00 Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Gætu hafist handa við að koma upp nýjum búnaði í Bláfjöllum næsta sumar gangi allt að óskum. Þrjár nýjar lyftur eru á teikniborðinu auk tækja til snjóframleiðslu. 3. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Forstöðumaður hjá Veitum varar við fyrirhugaðri uppbyggingu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og frekari rannsókna sé þörf á þeim áhrifum sem hugsanleg mengunarslys geti haft á vatnsból höfuðborgarinnar. 29. maí 2019 06:45
Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. 1. júní 2019 04:00
Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Gætu hafist handa við að koma upp nýjum búnaði í Bláfjöllum næsta sumar gangi allt að óskum. Þrjár nýjar lyftur eru á teikniborðinu auk tækja til snjóframleiðslu. 3. janúar 2019 18:45