Jóna María skellir í lás í Bæjarlindinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 07:35 Jóna María hefur verið liðtæk á samfélagsmiðlum verslunar sinnar og klæddist gjarnan eigin hönnun og vörum - og birti á Facebook, líkt og sjá má hér til vinstri. Samsett/Jóna María Design/ja.is Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur. Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur.
Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira