Kommúnisti á meðal ráðherra nýrrar ríkisstjórnar Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 11:03 Sánchez (t.h.) og Iglesias (t.v.) reyndu að mynda saman ríkisstjórn eftir þingkosningar í apríl í fyrra en þær viðræður leystust upp í skugga svikabrigsla. Þeir báru klæði á vopnin eftir að kosið var aftur í nóvember. AP/Paul White Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“. Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“.
Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32
Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05