Kolbeinn í botnbaráttu í fyrsta sinn: „Erfitt að vera utan vallar“ Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 16:30 Kolbeinn Sigþórsson í leiknum við Östersund í fyrrakvöld. VÍSIR/GETTY Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur til keppni í gær en náði ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap AIK sem er einu stigi frá botnsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Kolbeinn hafði verið frá keppni í rúman mánuð þegar hann lék seinni hálfleikinn í 1-0 tapi gegn Östersund í gær. Í fjarveru Kolbeins hefur AIK gengið allt í óhag, enn verr en fyrr á leiktíðinni, en liðið vann aðeins einn leik af níu þá daga sem Kolbeins naut ekki við. Kolbeinn segir í samtali við Fotbollskanalen að það hafi verið afar erfitt að fylgjast með sínu liði síðustu vikur. „Já, auðvitað. Ég vil vera á vellinum og reyna að hjálpa til og nýta mína reynslu. Þegar þú getur ekki sinnt þínu starfi, ert á hliðarlínunni og sérð að liðið nær ekki að gera það sem að allir vilja, þá er erfitt að vera utan vallar. Það er allt auðveldara þegar hlutirnir ganga vel en svona er boltinn og við verðum að átta okkur á þeirri stöðu sem við erum í. Við verðum að snúa genginu við eins fljótt og hægt er,“ sagði Kolbeinn, feginn að vera farinn að geta spilað aftur. „Það var frábært að komast aftur inn á völlinn. Ég hefði viljað gera það fyrr því ég hef misst af níu leikjum, en ég er ánægður með að vera kominn aftur og vonandi get ég staðið fyrir mínu,“ sagði Kolbeinn. Ný reynsla fyrir mig Kolbeinn kom til AIK í fyrravor eftir leiðindatíma hjá Nantes í Frakklandi þar sem meiðsli og deilur við eiganda félagsins urðu til þess að hann spilaði varla fótbolta í tvö og hálft ár. Hann hefur einnig spilað með Ajax og AZ í Hollandi, þar sem hann raðaði inn mörkum, og aldrei leikið með liði í eins slæmri stöðu og AIK er nú. „Ég hef aldrei verið í botnbaráttu áður svo þetta er ný reynsla fyrir mig. Það hefur samt gengið upp og niður, og pressa verið til staðar, hvar sem ég hef verið en með öðrum hætti en núna. Við erum með nógu gott lið til að snúa genginu við,“ segir Kolbeinn sem er ekki viss um að hann sé kominn í líkamlegt ástand til að byrja leikinn við Falkenberg á sunnudag. „Við verðum að sjá til. Ég spilaði mínar fyrstu mínútur núna og hafði bara viku til að undirbúa mig fyrir þennan leik. Við sjáum til hvernig ég jafna mig en ef það gengur vel eru allar líkur á að ég verði klár í slaginn.“ Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02 Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10 Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur til keppni í gær en náði ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap AIK sem er einu stigi frá botnsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Kolbeinn hafði verið frá keppni í rúman mánuð þegar hann lék seinni hálfleikinn í 1-0 tapi gegn Östersund í gær. Í fjarveru Kolbeins hefur AIK gengið allt í óhag, enn verr en fyrr á leiktíðinni, en liðið vann aðeins einn leik af níu þá daga sem Kolbeins naut ekki við. Kolbeinn segir í samtali við Fotbollskanalen að það hafi verið afar erfitt að fylgjast með sínu liði síðustu vikur. „Já, auðvitað. Ég vil vera á vellinum og reyna að hjálpa til og nýta mína reynslu. Þegar þú getur ekki sinnt þínu starfi, ert á hliðarlínunni og sérð að liðið nær ekki að gera það sem að allir vilja, þá er erfitt að vera utan vallar. Það er allt auðveldara þegar hlutirnir ganga vel en svona er boltinn og við verðum að átta okkur á þeirri stöðu sem við erum í. Við verðum að snúa genginu við eins fljótt og hægt er,“ sagði Kolbeinn, feginn að vera farinn að geta spilað aftur. „Það var frábært að komast aftur inn á völlinn. Ég hefði viljað gera það fyrr því ég hef misst af níu leikjum, en ég er ánægður með að vera kominn aftur og vonandi get ég staðið fyrir mínu,“ sagði Kolbeinn. Ný reynsla fyrir mig Kolbeinn kom til AIK í fyrravor eftir leiðindatíma hjá Nantes í Frakklandi þar sem meiðsli og deilur við eiganda félagsins urðu til þess að hann spilaði varla fótbolta í tvö og hálft ár. Hann hefur einnig spilað með Ajax og AZ í Hollandi, þar sem hann raðaði inn mörkum, og aldrei leikið með liði í eins slæmri stöðu og AIK er nú. „Ég hef aldrei verið í botnbaráttu áður svo þetta er ný reynsla fyrir mig. Það hefur samt gengið upp og niður, og pressa verið til staðar, hvar sem ég hef verið en með öðrum hætti en núna. Við erum með nógu gott lið til að snúa genginu við,“ segir Kolbeinn sem er ekki viss um að hann sé kominn í líkamlegt ástand til að byrja leikinn við Falkenberg á sunnudag. „Við verðum að sjá til. Ég spilaði mínar fyrstu mínútur núna og hafði bara viku til að undirbúa mig fyrir þennan leik. Við sjáum til hvernig ég jafna mig en ef það gengur vel eru allar líkur á að ég verði klár í slaginn.“
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02 Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10 Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02
Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10
Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00