Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 07:35 Skemmtistaðurinn b5 í Bankastræti hefur þurft að segja upp öllu sínu starfsfólki vegna rekstrarörðuleika. Vísir/Vilhelm Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. Faraldurinn hefur farið illa með rekstur staðarins og hefur ekki verið hægt að greiða leigu fyrir húsnæðið síðastliðna þrjá mánuði. Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, segir að fyrirtækið hafi klárað alla sína sjóði og að hann hafi sjálfur lagt til fjármagn í reksturinn. Nú þurfi hann að meta hvort það sé þess virði að hann haldi „áfram að ausa fjármunum inn í eitthvað svarthol til að geta greitt fasteignafélaginu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lagist. Svarið er nei,“ sagði Þórður í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Staðurinn hefur verið lokaður frá því í mars og hafa tilslakanir á samkomubanni lítið hjálpað en skemmtistaðir hafa þurft að loka fyrir miðnætti alla daga og eins og er kunnugt hefur helsta tekjulind þeirra verið að skemmta fólki eftir miðnætti um helgar. Innkoman hefur því að sögn Þórðar verið sáralítil. Sjá einnig: Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Þórður hefur áður gagnrýnt fasteignafélagið Eik sem hækkaði leiguna á b5 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og er hún nú 3,5 milljónir á mánuði. Þórður gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda og segir ekki nóg vera gert fyrir fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna faraldursins. „Yfirvöld hafa lokað fyrirtækinu hjá mér. Þetta var gott fyrirtæki með frábæra sögu og í blússandi rekstri. Hvers vegna fær til dæmis leigufélagið að vera með algjörlega frítt spil? Af hverju er það ekki skyldað til að taka líka á sig byrðarnar?“ spyr Þórður. Í kjölfar þess að fjallað var um rekstrarörðuleika b5 fyrr í sumar sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali að þeir rekstraraðilar sem hafi þurft að loka rekstri vegna opinberra tilskipana ættu að hans áliti sanngjarna kröfu um stuðning ríkisins vegna þess. Ekkert hefur þó bólað á slíkum aðgerðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. Faraldurinn hefur farið illa með rekstur staðarins og hefur ekki verið hægt að greiða leigu fyrir húsnæðið síðastliðna þrjá mánuði. Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, segir að fyrirtækið hafi klárað alla sína sjóði og að hann hafi sjálfur lagt til fjármagn í reksturinn. Nú þurfi hann að meta hvort það sé þess virði að hann haldi „áfram að ausa fjármunum inn í eitthvað svarthol til að geta greitt fasteignafélaginu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lagist. Svarið er nei,“ sagði Þórður í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Staðurinn hefur verið lokaður frá því í mars og hafa tilslakanir á samkomubanni lítið hjálpað en skemmtistaðir hafa þurft að loka fyrir miðnætti alla daga og eins og er kunnugt hefur helsta tekjulind þeirra verið að skemmta fólki eftir miðnætti um helgar. Innkoman hefur því að sögn Þórðar verið sáralítil. Sjá einnig: Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Þórður hefur áður gagnrýnt fasteignafélagið Eik sem hækkaði leiguna á b5 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og er hún nú 3,5 milljónir á mánuði. Þórður gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda og segir ekki nóg vera gert fyrir fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna faraldursins. „Yfirvöld hafa lokað fyrirtækinu hjá mér. Þetta var gott fyrirtæki með frábæra sögu og í blússandi rekstri. Hvers vegna fær til dæmis leigufélagið að vera með algjörlega frítt spil? Af hverju er það ekki skyldað til að taka líka á sig byrðarnar?“ spyr Þórður. Í kjölfar þess að fjallað var um rekstrarörðuleika b5 fyrr í sumar sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali að þeir rekstraraðilar sem hafi þurft að loka rekstri vegna opinberra tilskipana ættu að hans áliti sanngjarna kröfu um stuðning ríkisins vegna þess. Ekkert hefur þó bólað á slíkum aðgerðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58
Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29