„Var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 07:00 Eric Maxim Choupo-Moting gleymir seint miðvikudagskvöldinu 12. ágúst. getty/David Ramos Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31
Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39
Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti