Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 16:41 Skeljungur greinir frá kaupunum í árshlutauppgjöri sínu í dag. skjáskot Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. Frá þessu er greint í árshlutauppgjöri félagsins sem kynnt var í dag, en það ber meðal annars með sér 274 milljóna króna hagnað Skeljungs á fyrri árshelmingi 2020. Í uppgjörinu er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Skeljungs, að kaupin á eignarhlutnum hafi verið skref í þróun á verslunarhluta samstæðunnar. „Markmiðið með þessum fjárfestingum er að nýta staðsetningar okkar betur ásamt því að bjóða uppá fjölbreyttara vöruúrval í verslunum okkar,“ segir Árni Pétur. Hann segir jafnframt að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi fyrir reksturinn. Annar ársfjórðungur hafi litast af áhrifum af COVID-19, samkomubanni, fækkun erlendra ferðamanna og minni umsvifum í hagkerfum Íslands og Færeyja ofan í breytingar á gengi gjaldmiðla, og sveiflum á heimsmarkaðsverði á olíu. Eins og VB bendir á hafa Gló og Brauð&Co verið í meirihlutaeigu hjónanna Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur í gegnum Eyju fjárfestingarfélag. Kaupverðið á fjórðungshlutnum er ekki tilgreint. Veitingastaðir Samgöngur Markaðir Bensín og olía Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. Frá þessu er greint í árshlutauppgjöri félagsins sem kynnt var í dag, en það ber meðal annars með sér 274 milljóna króna hagnað Skeljungs á fyrri árshelmingi 2020. Í uppgjörinu er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Skeljungs, að kaupin á eignarhlutnum hafi verið skref í þróun á verslunarhluta samstæðunnar. „Markmiðið með þessum fjárfestingum er að nýta staðsetningar okkar betur ásamt því að bjóða uppá fjölbreyttara vöruúrval í verslunum okkar,“ segir Árni Pétur. Hann segir jafnframt að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi fyrir reksturinn. Annar ársfjórðungur hafi litast af áhrifum af COVID-19, samkomubanni, fækkun erlendra ferðamanna og minni umsvifum í hagkerfum Íslands og Færeyja ofan í breytingar á gengi gjaldmiðla, og sveiflum á heimsmarkaðsverði á olíu. Eins og VB bendir á hafa Gló og Brauð&Co verið í meirihlutaeigu hjónanna Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur í gegnum Eyju fjárfestingarfélag. Kaupverðið á fjórðungshlutnum er ekki tilgreint.
Veitingastaðir Samgöngur Markaðir Bensín og olía Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira