Íslenski boltinn

Blikar kalla Stefán Inga til baka úr láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Ingi Sigurðarson klárar tímabilið með Breiðabliki.
Stefán Ingi Sigurðarson klárar tímabilið með Breiðabliki. vísir/vilhelm

Breiðablik hefur kallað framherjann Stefán Inga Sigurðarson til baka úr láni frá Grindavík.

Stefán var lánaður til Grindavíkur fyrr í sumar og skoraði þrjú mörk í sex leikjum í gula og bláa búningnum.

Lánssamingur Stefáns rann út í gær. Hann átti að fara til Bandaríkjanna í háskóla um miðjan ágúst en vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert af því.

Grindavík óskaði eftir því að halda Stefáni út tímabilið en Breiðablik ákvað að kalla hann aftur til baka.

Stefán, sem er nítján ára, skoraði í eina leik sínum með Breiðabliki áður en hann var lánaður til Grindavíkur. Það var 3-2 sigur á Keflavík í Mjólkurbikarnum.

Næsti leikur Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni er gegn Víkingi á sunnudaginn. Liðið er í 5. sæti deildarinnar.

Grindavík, sem er í 6. sæti Lengjudeildarinnar, sækir Leikni F. heim á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Breiðablik kaupir Atla Hrafn af Víkingi

Breiðablik hefur fest kaup á miðjumanninum Atla Hrafni Andrasyni frá Víkingi R. og hefur hann skrifað undir langtímasamning við Kópavogsfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×