Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 22:27 Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira