Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 22:27 Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira