Lögreglumenn treystu sér ekki inn á veitingastaði vegna smithættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 9. ágúst 2020 12:32 Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn sem sinntu í gær eftirliti með veitingastöðum, börum og skemmtistöðum, hafi ekki treyst sér inn á suma staði vegna smithættu. Vísir/Jóhann Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24
Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07
Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53